Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 22
116
MENNTAMAL
10. Nefndin telur, að sú tillaga, sem fram kom á Alþingi
veturinn 1958, að skipa megi próflausa kennara, þegar
þeir hafa starfað sem ráðnir eða settir kennarar í 10 ár
eða lengur, gangi of langt.
Bendir hún á eftirfarandi leiðir til þess að leysa þetta
mál:
a) Þeim kennurum, er hafa ekki lokið kennaraprófi, en
starfað hafa sem ráðnir eða settir kennarar 10 ár eða
lengur, verði veittur lagalegur réttur til að halda stöðum
sínum, ef hlutaðeigandi skólanefnd, námstjóri og fræðslu-
málastjóri mæla með því.
b) Haldin verði námskeið fyrir próflausa kennara með
10 ára reynslu og þeim gert kleift að afla sér viðurkenndra
réttinda. Skal fyrirkomulag og lengd námskeiðanna ákveð-
in í samráði við Kennaraskólann, sem jafnframt annist
framkvæmd þeirra.
11. Nefndin telur fullkomna nauðsyn bera til að koma á
fót geðverndarstofnun, sem rannsaki skólanemendur og
veiti afbrigðilegum og taugaveikluðum börnum læknis-
meðferð.
12. Nefndin telur, að nauðsyn beri til að koma á við
menntaskólana framhaldsnámskeiði (kvöldnámskeiði) í
hagnýtum greinum, svo sem vélritun, bókfærslu o. fl.,
fyrir þá stúdenta, sem ekki hyggja á háskólanám.
13. Nefndin telur nauðsynlegt, að endurskoðuð verði
inntökuskilyrði í ýmsa sérskóla og settar um þau ákveðn-
ar reglur í samræmi við skólakerfið.
14. Vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur á menntun
kennara gagnfræðastigsins, og þeirra tillagna, sem gerð-
ar hafa verið um framhaldsnám kennaraskólanema, telur
nefndin rétt, að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 37.
gr. laga um gagnfræðanám nr. 48, 7. maí 1946, að því er
tekur til ráðningar kennara í bóknámsgreinum gagnfræða-
stigsins: