Menntamál - 01.08.1960, Page 23
MENNTAMÁL
117
Til þess að verða settur kennari í bóknámsgreinum
skóla gagnfræðastigsins þarf að fullnægja öðru hvoru
eftirtalinna skilyrða:
a) Að hafa lokið prófi í Heimspekideild Háskólans með
kennararéttindum eða hafa skilríki frá erlendum háskóla,
sem að dómi fræðslumálastjórnar fyllilega jafngilda þeim
kröfum og veita kennararéttindi í viðkomandi landi.
b) Að hafa lokið prófi í kennslugreinum sínum eða
skyldum greinum við háskóla, samkv. a.-lið, án kennslu-
og uppeldisfræði, enda ljúki hann prófi í þeim greinum
við Háskóla íslands. Um hið erlenda próf skal fræðslu-
málastjórn leita umsagnar kennara við Háskóla íslands.
Eigi skal að jafnaði skipa kennara fyrr en hann hefur
starfað sem settur kennari í 2 ár við sama skóla. Heimilt
er þó að skipa kennara eftir 1 ár, ef hann hefur starf-
að áður sem fastur kennari við annan skóla með góð-
um árangri og hlutaðeigandi skólastjóri og skólanefnd
(fræðsluráð) mælir með því. Skipun í stöðu skal ekki
dragast lengur en 3 ár.
Heimilt er og að skipa alla þá kennara, sem settir hafa
verið tvö ár hið minnsta og kennt með góðum árangri við
skóla, sem svara til gagnfræðastigsins, þegar ákvæði þessi
taka gildi.
Nú sækir enginn, sem fullnægir þessum skilyrðum um
lausa kennarastöðu, skal þá skólanefnd og fræðslumála-
stjórn leitast við að fá hæfan mann, og má að 10 árum
liðnum, skipa hann í stöðuna, enda komi meðmæli skóla-
stjóra, skólanefndar, og fræðslumálastjóra til.
Við fámennar unglingadeildir, sem starfa í sambandi
við barnaskóla, þar sem erfitt kann að reynast að skipa
kennara í fast starf, samkv. ofangreindum reglum, skal
heimilt að láta barnakennara gegna þeim störfum, en
ekki öðlast þeir full kennsluréttindi kennara gagnfræða-
stigsins nema hinum almennu skilyrðum sé fullnægt.