Menntamál - 01.08.1960, Side 25
menntamál
119
stúdentspróf í áföngum, sem nokkrir hafa notfært sér
með góðum árangri.
Hér er enginn kennaraháskóli, og er því meiri þörf en
ella að auðvelda kennurum aðgang að framhaldsmenntun.
Þessu marki mætti vitanlega ná með ýmsu móti. Einkum
hafa þó tveir möguleikar verið ræddir opinberlega:
1. Að veita efnilegum kennaraskólamönnum rétt til að
stunda B.A.-nám við Háskólann.
2. Að gera Kennaraskólann öðrum þræði að stúdenta-
skóla.--------
Um það, hvernig framkvæma skyldi 4. samþykkt var
bent á tvær leiðir:
a) Eins vetrar námskeið við einhvern menntaskólanna,
miðað að verulegu leyti við máladeildarpróf, þó með til-
teknum frávikum.
b) Eins vetrar viðbótarnám í Kennaraskólanum með
svipuðu sniði og um getur í a-lið.
Vitanlega þyrfti að gera nokkrar breytingar á náms-
efni Kennaraskólans, hvor leið, sem farin yrði.-----------
Ad. 5. Efni fyrri hluta þessarar samþykktar (þ. e. að
auka kennslu í þeim greinum, sem gera menn hæfari til
kennslustarfa), er runnið frá skólayfirlækni, Benedikt
Tómassyni.
Segir svo um þetta í greinargerð, er hann sendi Skóla-
málanefnd:
„Kennarar þurfa að vita miklu meira um efniviðinn,
sem þeir hafa milli handa, um nemendurna sjálfa. Þær
greinir, sem einkum lúta að þessu, eru líffærafræði og
lífeðlisfræði í nánu sambandi við þróunar- og vaxtarferil
líkamans, almenn heilsufræði, ágrip um líkamlega sjúk-
dóma, kvilla og ágalla á skólaaldri, uppeldisfræði eða and-