Menntamál - 01.08.1960, Page 34
128
MENNTAMÁL
Skólamál á NorSurlöndum.
Þýtt og endursagt.
Danmörk.
Þar gengu í gildi ný fræðslulög hinn 7. júní 1958, og
vinnur námskrárnefnd nú að samningu samfelldrar nám-
skrár frá neðstu bekkjum barnaskólanna til stúdentsprófs,
en önnur nefnd vinnur að endurskoðun háskólanámsins.
Skólalöggjöfin veldur engri stórbyltingu. Við setningu
hennar varð að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða
og reyna að samræma þau eftir föngum. Löggjöfin er
sveigjanleg og gefur skólunum meira frelsi en fyrri lög.
Höfuðkostur nýju laganna er, að þau jafna aðstöðu barna
í borgum og sveitum. Áður höfðu sveitir og þorp aðeins
próflausan miðskóla.
Skólinn er óskiptur barnaskóli til 14 ára aldurs, óþving-
aður af prófum og námsefni framhaldsskólanna.
Skólar með færri en 14 bekkjardeildir skulu ekki skipta
í deildir eftir getu. Skólar með fleiri en 14 bekkjardeildir
skipta hins vegar eftir getu tvö seinustu skólaárin. Þó má
veita undanþágu frá því, ef meirihluti foreldra óskar.
Miðskólinn er felldur niður og þar með inntökupróf
hans, sem hefur mjög þvingað starf barnaskólans. Eftir
7. skólaárið greinist skólinn í ýmsar deildir, en mun auð-
veldara verður að flytjast milli þeirra en verið hefur.
Fram til þessa hefur verið skipt eftir 5. skólaár í próf-
lausum skóla og prófskóla, og nemendur, sem fóru í próf-
lausa skólann, gátu ekki flutzt á milli seinna. Nú er kennt
eitt erlent mál í 6. bekk, og í 7. bekk fá þeir nemendur,
sem vilja og hafa hæfileika til, kennslu í stærðfræði. í
smærri skólum, sem ekki skipta í deildir eftir getu, er séð