Menntamál - 01.08.1960, Síða 41
MENNTAMÁL
135
fyrir unglingaskóla, og mun það kosta barnakennara eins
árs framhaldsnám, en einnig munu á þessu stigi kenna há-
skólamenntaðir menn og aðrir sérkennarar. Kennsluskylda
á þessu stigi er 24 vikustundir. Sama kennsluskylda er í
hjálparskólum.
Fræðsluhéruð mega eftir sem áður hafa opinberan gagn-
fræðaskóla, sem annað hvort er 5 ára skóli og tekur þá
nemendur úr 4. bekk barnaskólans, eða hann tekur nem-
endur úr 6. bekk og er þá 3 eða 4 ára skóli. Kennslan
miðast við menntaskóla. Flestir gagnfræðaskólar eru þó
einkaskólar, líta þeir á opinberu gagnfræðaskólana sem
keppinauta og vinna gegn útbreiðslu þeirra. Fulltrúar
einkaskólanna urðu hlutskarpari við lagasetninguna, og því
var ákveðið, að opinberir gagnfræðaskólar yrðu aðallega
stofnaðir í fátækum og afskekktum skólahéruðum.
Hjálparskólum mun fjölga mikið. Bæir með 8000 ibúa
og þéttbyggð svæði með sömu íbúatölu á vissum ferkíló-
nietrafjölda eru skyldug til að reka hjálparskóla. Ríkis-
styrkur til þeirra verður svo ríflegur, að sveitarfélaginu
verður ekki dýrara að barn gangi í hjálparskóla en venju-
legan skóla.
Skólar gcta fengið ríkistyrk til tilrauna, sem ætla má,
að verði skólakerfinu í heild að gagni. Einstök fræðslu-
héruð mega líka reka tilraunastarfsemi. Tilraunastarfsemi,
sem nýtur ríkisstyrks, er háð eftirliti skólayfirvalda. Það
hefur lengi verið ósk uppeldisfræðinga að koma á fót upp-
eldisfræðilegri tilraunastofnun, en af því hefur ekki get-
að orðið enn. Ákvæðin um tilraunastarf í skólum eru því
Wjög kærkomin.
Reynt er að fækka, eftir því sem auðið er, litlum sveita-
skólum með einum kennara og sameina tvö eða fleiri skóla-
héruð í eitt. Nýju unglingaskólarnir verða allstórir skólar,
miðaðir við 5000 manna byggðarlög. Nokkur skólahér-
uð munu því sums staðar standa saman að einum unglinga-
skóla. Þeim mun skipt í deildir með mismunandi námsefni