Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 44
138
MENNTAMAL
skóla og deildin, sem hefur tvö erl. mál, býr undir mennta-
skóla.
Ákvæðið um, að allir nemendur á skyldunámsstigi njóti
sömu kjara og hlunninda, t. d. ókeypis skólabóka, skóla-
máltíðir, heilsugæzlu o. fl. leiðir af sér, að styrkja þyrfti
einkaskóla sem hafa nemendur á þessum aldri, svo skóla-
gjöld féllu niður, eða stofna opinbera skóla í stað einka-
skólanna. Báðar lausnir yrðu kostnaðarsamar.
Nefndin bendir á nauðsyn tungumálanáms í jafn litlu
landi. Tvö mál, sænska og finnska, eru töluð í landinu,
og eykur það á tungumálanámið. Sjónarmið nefndarinn-
ar varðandi tungumálanámið er, að fyrst verði kennt að-
eins eitt erl. mál í tvö ár með svo ríflegum tímafjölda á
viku, að nemendur komist yfir erfiðasta hjallann og geti
farið að nota sér málið, síðan sé tímum í því fækkað og
öðru máli bætt við með mörgum vikustundum. Markmið
tungumálakennslunnar sé, að nemendur skilji og tali
málið.
Til að auka fjölbreytni menntaskólanámsins stingur
nefndin upp á að hafa allmikið valfrelsi milli námsgreina.
Kristinfræði, móðurmál, saga- og þjóðfélagsfræði, stærð-
fræði, sænska eða finnska, eitt annað erlent tungumál og
leikfimi séu skyldunámsgreinar fyrir alla og 21 vikustund
ætluð þeim í hverjum bekk. Þar við bætast svo 10—14
vikustundir í valfrjálsum greinum.
Þetta eru aðeins fáein atriði úr hinum löngu og ýtar-
legu tillögum nefndarinnar, en þau sýna, að takmark
hennar er að auka og bæta kennsluna á skólaskyldualdri
til að gera unglingana hæfari þegna í þjóðfélagi, sem sí-
fellt verður flóknara og fjölbreyttara.
Þuríður Kristjánsdóttir
endursagði úr Skola och Samhalle, háfte 1, 1960. Specialnummer:
Aktuella skolproblem i váre nordiska grannlánder.