Menntamál - 01.08.1960, Side 45

Menntamál - 01.08.1960, Side 45
menntamál 139 JÖN ÞÓRARINN BJÖRNSSON: Greind og námsárangur. i. Til þess að geta haft full not þess, er hér fer á eftir, verða lesendur að gera sér grein fyrir merkingu hugtaks- ins fylgni (correlation). Það er algengt og mikilsvert hug- tak í sálfræðinni og raunar mikið notað í fleiri greinum. Er því næsta nauðsynlegt að kunna á því skil. Enski sálfræðingurinn Spearman reiknaði út svo nefnda fylgnitölu (correlation coefficient) hæfileika eins og þeir koma fram við gáfnapróf. Greindarprófin eru fyrst og fremst mælikvarði á vitrænan þroska og námsgetu. Náms- getan er safn hæfileika til náms hinna ýmsu greina. Greina má á milli hæfileika til bóknáms annars vegar og hæfileika til verknáms hins vegar. Þessum hæfileikum er misskipt; sumir hafa ríkasta hæfileika til málanáms, aðrir til stærð- fræðináms, og enn aðrir til verknáms af einhverju tagi. Innbyrðis eru hæfileikarnir meira og minna háðir hver öðrum, enda eru þeim ýmsir þættir sameiginlegir, t. d. minni og athyglisgáfa. Þetta samband hæfileikanna er kall- að fylgni. Mikil fylgni tveggja hæfileika táknar, að náið samband sé þeirra á milli, þeir eru mjög háðir hvor öðr- um. Stærð fylgnitölu segir til, hversu náið samband hæfi- leikanna er, en af formerki hennar sést, hvers eðlis það er. Sameiginlegir þættir koma fram sem jákvæð fylgni, en andstæðir þættir sem neikvæð fylgni. Hugtakið fylgni táknar ekki einungis samband milli hæfi- leika, heldur er það notað til samanburðar á margs konar eðlisskyldum fyrirbærum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.