Menntamál - 01.08.1960, Page 46

Menntamál - 01.08.1960, Page 46
140 MENNTAMÁL I II A 8.6 9 B 8.4 8.8 C 8.2 8.6 D 8.0 8.4 E 7.8 8.2 Til þess að gera okkur ljósara, hvað fylgni er, skulum við athuga einkunnir nokkurra nemenda í tveimur náms- greinum. Við sjáum af töflunni, að röð nemendanna er sú sama í báðum greinum, að því leyti er fullkomið sam- ræmi í frammistöðu þeirra. Fylgnin er því algjör og já- kvæð og táknuð með hæstu fylgnitölu: + 1. — Ef röð nemenda í öðru faginu væri öfug, A væri lægstur í grein II, o. s. frv. væri einnig fullkomið samræmi í árangri þeirra, en nú væri fylgnin neikvæð, þ. e.: að fylgjast bezti árangur í annari greininni og lakasti árangur í hinni. Þeim mun betri árangri sem nemandi nær í grein I, þeim mun lakari er frammistaða hans í grein II. Fylgnin er þá algjör og neikvæð, táknuð með lægstu fylgnitölu: -í- 1. — Ef ekkert samband, jákvætt eða neikvætt, væri milli ár- angurs nemenda í hinum tveimur greinum væri ekki um neina fylgni að ræða. Fylgnitalan væri þá 0.0. Forsagnargildi fylgnitalnanna -f- 1 og + 1 er augljós- lega 100%. Ef við vitum röð nemenda í annari greininni, getum við með fullu öryggi sagt fyrir röð þeirra í hinni gr. Sömuleiðis er augljóst, að fylgnit. 0.0 hefur ekkert for- sagnagildi. Erfitt er að segja nákvæmlega til um forsagnargildi fylgnitalna, sem liggja milli þessara gefnu gilda. Einkum er að athuga, að bilið milli hárra fylgnitalna, t. d. 0.80 og 0.90 er gildismeira en bilið milli lágra fylgnitalna, t. d. 0.20 og 0.30. Af þessu leiðir, að t. d. ft. 0.80 er að gildi meir en helmingi hærri en ft. 0.40. Nálægt sanni mun að segja, að forsagnargildi fylgnitalna fari h. u. b. jafnt

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.