Menntamál - 01.08.1960, Side 64

Menntamál - 01.08.1960, Side 64
158 MENNTAMÁL Mundu það, að þreytan safnast smátt og smátt fyrir í lík- ama og sál. Hvíldu þig áður en svo verður. Hvernig getur skólinn sjálfur og forráðamenn hans hjálpað þér? T. d. með því að leysa kennarann svo sem hægt er undan óhóflegu bók- og skýrsluhaldi, ef það virð- ist vera honum ofviða, og leitast í hvívetna við að auka öryggistilfinningu kennarans og fjarlægja allt það, sem valdið getur óþarfa hávaða og truflunum og reyna að gera umhverfi skólans eins aðlaðandi og skemmtilegt og hægt er. Dimmar og óhreinar kennslustofur þarf að endur- skipuleggja og lagfæra. Skólinn verður að hafa innan vé- banda herbergi, þar sem kennarinn getur notið afslöpp- unar og hvíldar. Stuðla skal af fremsta megni að því, að andrúmsloftið meðal kennara og forráðamanna skólans sé vinsamlegt og óþvingað. Loks þetta: Gera skal sann- gjarnar kröfur. Því aðeins hefur kennarinn möguleika á að leysa störf sín vel af hendi, að honum sé ekki um of íþyngt með alltof erfiðu starfi við óviðunandi vinnuskil- yrði.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.