Menntamál - 01.08.1960, Side 75

Menntamál - 01.08.1960, Side 75
MENNTAMÁL 169 2. Að allir skólar hafi yfir að ráða þeim tækjum, sem nauðsynleg eru til slíkra tilrauna svo og sérstakar eðlisfræðistofur. 3. Að ekki séu fleiri en 25 nemendur í liverri bekkjardeild. Aðeins með því móti hefur nemandinn fullt gagn af náminu. 4. Að kennarar verði aðnjótandi þeirrar menntunar, sem gerir Jteint kleift að fræða nemendur sína sem allra bezt um sem flest fyrirbæri Jteirrar tæknialdar, scm vér lifum á. 5. Að námsbækur barnaskólanna í þessum greinum séu sent allra léttastar og námsefnið viðráðanlegt meðalgreindum nemanda. Rætt var um sama atriði á ráðstefnu alþjóðasambands framhalds- skólakennara, FIPESO, sem haldin var í París samtímis fyrrgreindri ráðstefnn IFTA. Á Jressn Jsingi var fjallað um kennslu eðlis- og efnafræði í fram- haldsskólum. Ráðstefnan komst í höfuðatriðum að sömu niðurstöð- um og segir þar m. a. svo: Fræðslu framhaldsskólanna verður að vera Jjann veg háttað, að nemandanum sé gerð ljós hin geysiöra Jtróun vísinda og tækni nútímans. Vísindaleg og tæknileg fræðsla verður eftirleiðis að skipa jafnháan sess og tungumál og sagnfræði hafa hingað til gert. Þessu hefur verið mjög ábótavant. Við slíkt nám verður hver menntastofnun að hafa innan sinna vébanda fullkomna tilraunastofu og verkstæði í ein- hverri mynd. Þeir, sem annast kennslu í þeim greinum, er hér um ræðir, verða að hafa lokið námi við háskóla eða hliðstæðar menntastofnanir. Þing FIPESO telur nauðsynlegt, að kennurum sé veitt leyfi frá störfum á fullum laununt, svo að hann geti aukið við menntun sína með sjálfstæðu námi og rannsóknum. Leyfi sem þessi skulu veitt, Jtegar kennarinn hefur kennt um ákveðið árabil. Skortur á sérmenntuðum kennurum í námsgreinum Jtessum er mjög tilfinnanlegur í mörgum löndum heims. Meginorsök hans mun vera óviðunandi launakjör kennara. I mörgum löndum annast þessa fræðslu menn með ónóga Jtekk- ingu og reynslu. Slíkt ber að harma. Ákveðið var, að væntanleg ráðstefna næsta ár fjalli um nemendur í framhaldsskólum, umhvcrfi þeirra og aðbúð utan vcggja skólanna. Guðm. Jónasson Jrýddi og endursagði eftir WCOTP Annual Report, Washington 1959.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.