Menntamál - 01.08.1960, Síða 77
MENNTAMÁL
171
bóka. Hún er byggð upp með liliðsjón a£ vinnubókum Hemmings
Palins, Lásövningar fur lágstadiet.
Fyrstu 8 ælingarnar eru orðalistar í sambandi við myndir. Er ætla/.t
til, að börnin lesi orðin og leiti síðan að viðeigandi mynd, ennfrem-
ur fá börnin töiusetta kubba, sem þau raða samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem orðið og myndin gefur á tii þess gerða tölusetta og
litaða reiti í loki og botni kubbakassans. Æfingar 9—li eru stuttar
setningar unnar á sama hátt. Þannig fylgir hverri lestraræfingu
ákveðið verkefni til úrlausnar. Kennarinn sér á svipstundu, hvort
verkefnið er rétt leyst. Bók þessi liefur því marga kosti. Hún cr
prýðileg æfing í (hljóð)lestri, þjálfar minni og athyglisgáfu og
síðast en ekki sízt gefur iiún kennaranum tímá til að sinna þeim
börnum sérstaklega, sem einskalingskennslu þurfa, á meðan bekk-
urinn er önnum kafinn við starf það, sem tæki þetta gefur kost á.
Innan á kápu bókarinnar eru nákvæmar upplýsingar um efni og
notkun hennar, svo ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það.
Kennurum, sem ekki hafa séð bókina eða kynnst lienni, vildi ég aðeins
benda á, að hún er vel jtess virði og að mínurn dórni raunar frábær.
Ég vænti þess, að við fáum fleiri slíkar bækur frá Þorsteini.
Rannveig Löve.
Skrá um skóla, söfn o. fl.
Skrá þessa hafa þeir tekið saman ráðuneytisstjórarnir Birgir Thorla-
cius og Henrik Sv. Björnsson. í stuttum formála segja þeir m. a.:
..Bæklingur þessi er kafli úr rfkishandbók . . . Biðjum við þá, sem
kunna að verða varir við skekkjur í ritinu að gjöra svo vel að senda
okkur leiðréttingar.“ Eflaust verða menn fúslega við þessum tilmæl-
um, ef á reynir, því að jafnan eru allar skekkjur hvimleiðar, ekki sízt
í ritum af þessu tagi. Meginefni bæklingsins fjallar um skóla. Taldir
eru upp skólastjórar og kennarar og allvíða er saga skólans eða stofn-
unar þeirrar, sem um getur, rakin með fáum, en skýrum orðurn.
Auk skólanna er sagt frá menningarstofnunum, söfnum, sjóðum
°- fk, greint frá mannahaldi og starfsháttum.
Þetta er álitleg og þörf liandbók.
Br. J.
Námsstyrkir og námslán.
S.l. liaust kom út bók, sem nefnist Námsstyrkir og námslán. Útgef-
andi er Menntamálaráðuneytið, en Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri,
°g Gils Guðmundsson, ritstjóri, tóku saman efni hennar. Er íslenzkum