Menntamál - 01.08.1960, Side 78
172
MENNTAMÁL
námsmönnum hinn mesli fengur að þessari bók, sem veitir greinar-
góðar upplýsingar um námslán og innlenda og erlenda námsstyrki.
Kaflaheiti bókarinnar gefa nokkra hugmynd um efni hennar: Mennta-
málaráðsstyrkir, LánasjóÖur stúdenta, Námsgjaldeyrir, Ýmsir sjóðir,
Erlendir styrkir.
Guðlaugur Stefánsson.
Skola och samhálle.
Hið ágæta sænska tímarit Skola och samhálle varð fertugt með síð-
asta árgangi. í tilefni af því var gefið út sérstakt afmælishefti, jubil-
eumsnummer, með höfundatali og efniskrá, sem dr. L. Gottfrid Sjö-
holm liefur tekið saman. Dr. Sjöholm hefur starfað við tímaritið frá
upphafi, og hann var ritstjóri þess í röska tvo áratugi. — Ritstjórar
eru nú Einar Lilja og Elof Lindálv, en ábyrgðarmaður Nils Hánninger.
Auk þeirra eru í útgáfustjórninni Nils Annerud, Jiengt Cullerl, Yngve
Norinder, Olof Thörn og Gerda Widén.
£ Skola och samhálle hefur jafnan verið haldið (ifgalaust á málum;
engu að síður iiefur ritið verið örvandi og vekjandi, og það Jtcfur
fylgzt með tímanum í fræðum og anda.
Menntamál hafa stundum gerzt alldjarftæk á efni úr Skola och
samhálle, raunar í trausti þess, að þar hafi góður gefið. íslenzkir
kennarar og tímarit þeirra senda Skola och samhálle árnaðaróskir og
biðja þess, að fimmti tugurinn verði ritinu jafnheilladrjúgur í starfi
sem hinir fyrri.
Br. J.
Eyrarrós.
Þetta er snyrtilegt blað, prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f.
á Akurcyri, en útgefandi þess er Oddeyrarskólinn. Ritnefndin beinir
ntáli til lesendanna á þessa leið:
„Eyrarrósin litla kemur hér út í þriðja sinn. Flytur hún eins og
áður stíla barnanna, m. a. um ferðalög á vegunt skólans. Þá hefst í
Jressum árgangi saga gamla Oddeyrarskólans. Einnig flytur hún frá-
sagnir um nokkra viðburði úr skólalífinu eins og áður. Þetta litla
blað verður Jtví ofurlítil heimild um starfsemi skólans, er stundir líða.“
Br. J.