Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Síða 5

Menntamál - 01.08.1972, Síða 5
♦—---------------------« Símon Jóh. Ágústsson: Hugleiðingar um barna- og unglingabækur og hlutverk þeirra Eg vil taka skýrt fram, að ég tel óumdeilan- lega þörf vera á sérstökum barna- og unglinga- bókum, einkum til 12—13 ára aldurs, en á öllu veltur, hvernig þær gegna því lilutverki, sem þeim er ætlað. Bæði þarf að sernja sérstakar bækur, sem hæfa aldri barnanna og þroskastigi og grein- ast allglöggt frá öðrum bókum að inntaki og innri gerð, og í öðru lagi þarf að gefa þær út á sérstakan og aðlaðandi hátt. Brot, stærð, letur og myndskreyting verða að vera við hæfi barna. Hið sarna gildir um ytri gerð bóka, senr uppruna- lega voru ætlaðar almennum lesendum, en liæfa vel börnum: þjóðsögur, ævintýri og ýnris skáld- verk. Það er ekki úr vegi, að ég ræði fyrst nokkuð, hvað barna- og unglingabókmenntir eru eigin- lega. Virðast nrætti, að auðvelt væri að afmarka og skýrgreina þetta hugtak, en svo er ekki. Venju- legasta og þrengsta skýrgreiningin er sú að telja til barna- og unglingabóka allar bókmenntir, sem ritaðar eru handa börnum og unglingum til lestrar i tómstundum þeirra og gefnar eru út sérstaklega handa þeim. Undir þessa skýrgrein- ingu konra því ekki bækur, senr notaðar eru til lestrarnáms og frumþjálfunar í lestri, nánrsbæk- ur í einstökum greinum, svo og bækur, senr fjalla beint unr kristindóms- og siðgæðisfræðslu. En hér senr víðar er torvelt að draga lrreinar markalínur. Sunrum, senr kannað hafa, hvað börn og unglingar lesa raunverulega (lasfrekvens) og hvaða lestrarefni fellur þeinr bezt í geð (las- preferens), þykir þessi skýrgreining of þröng. í ljós kemur, að börn og unglingar lesa í tónr- stundum sínunr nrargt annað en bækur og sögur, senr eru sérstaklega ritaðar og gefnar út handa Jreinr. Má Jrar til nefna ævintýri og þjóðsögur, sern upprunalega voru ætlaðar öldnunr sem ung- unr, en hæfa ágætlega börnunr. Mörg slík rit eru gefin út í sérstökunr útgáfum handa börn- unr til Jress að laða Jrau að Jreinr. En auðvitað er enginn eðlismunur á Jrvi, lrvort börn lesa Jressar sögur í venjulegum útgáfum eða í sérstök- unr barnaútgáfum, Jregar textinn er óbreyttur. Margar aðrar iiinna svo nefndu sígildu eða klassisku barna- og unglingabóka voru uppruna- lega ritaðar handa almennum lesendum, en börn MENNTAMÁL 143

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.