Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 9
menn þjóðarinnar. og mjög var til þeirra vandað. Það er ekki fyrr en á 19. öld, einkum seinni hluta hennar, að íslendingar fara að frumsemja, þýða og endursegja barna- og unglingasögur, en þeir láta þó ekki til sín taka að ráði, fyrr en rétt fyrir og eftir síðustu aldamót. Ekki er unnt að telja hér upp barnabækur, sem komu út á 19. öld, og vísast um þetta til fróð- legs greinaflokks, sem Eiríkur Sigurðsson skóla- stjóri birti í Sunnudagsblaði Tímans unr íslenzk- ar barnabækur og barnablöð (4. okt. 1970, 14. febr. 1971, 10. okt. 1971 og 31. des. 1971). Ör- fárra atriða skal jró getið. Pétur biskup Péturs- son (1808—1891) endursagði og þýddi barnasög- ur í fjórum bindum, og komu jrau út á árunum 1859—1887. Náðu sögurnar mikilli hylli og voru endurprentaðar. 1. bindi jjessara sagna var end- urprentað nokkru fyrir 1960 (án ártals). Prent- smiðja Guðm. A. Jóhannssonar. Var jjví furðu- vel tekið. Skáldkonan Torfhildur Þorsteinsdótt- ir Hólm (1845—1918) gaf út Smásögur handa hörnum og unglingum 1886 og Barnasögur 1890 og einnig tímaritið Tibrá I 1892 og Tíbrá II 1893 með frumsömdu og þýddu efni handa börn- um á ýmsum aldri. Barnablaðið Æskan hóf göngu sína 1897 og hefur kornið út svo til óslitið síðan. Náði blaðið jjegar feikimikilli útbreiðslu og vinsældum, og jafnaðist fyllilega á við góð erlend barnablöð, enda var fyrsta ritstjóra Jjess, lækninum Sigurði Júl. Jóhannessyni (1868—1956), sýnt um að rita fyrir börn. Hann orti niörg barnaljóð og jjýddi önnur, og halda jjau sum enn vinsældum sín- urn. Steingrímur Thorsteinsson skáld (1831—1913) Jjýddi liúbinson Krúsóe, Rv. 1886, og Dcemisögur eftir Esúp, Rv. 1895, og hafa báðar þessar bæk- ur hlotið miklar vinsældir, enda taldar til sígildra barna- og unglingabókmennta. Steingrímur jjýdcli og Ævintýri og Sögur eftir H. C. Ander- sen, tvö allstór bindi, Rv. 1904 og 1908. Fyrir niiðja öldina samdi Jónas Hallgrímsson (1807— 1845) og birti í Fjölni GóÖan snjó, Legg og skcl, Grasaferð og Stúlkuna i lurninum. Sögur jjessar hafa verið teknar upp í lestrarbækur handa börn- um og prentaðar í sérútgáfum. Rétt fyrir alda- mót stofnaði Oddur Björnsson til Bókasafns al- jjýðu í Kaupmannahöfn. Gaf hann út Nýjasta barnagullið, 69. bls. með mörgum myndum, Kbh. 1899. Þetta er sérstaklega falleg bók og varð ákaflega vinsæl, enda er hún nú mjög torgæt. Helgi Jónsson grasafræðingur (1867—1925) tók hana saman. Hér á við að geta jjjóðsagnasafna, sem komu út á 19. öld og eru í heild ekki talin til barna- bókmennta, en margar sögur og ævintýri í jjeim hæfa mjög vel börnum og unglingum, enda lrafa mörg Jjeirra verið gelin út sérstaklega handa þeim eða tekin upp í lestrarbækur. Hæst ber Jjar hið mikla jjjóðsagnasafn Jóns Árnasonar (1819—1882), sem kom út í tveirn bindum í Leip- zig 1862—1864. Voru þjóðsögurnar lesnar upp til agna af öldnum sem ungum. Af öðrum jjjóð- sagnasöfnum má nefna Islenzk œvintýri. Söfnuð af M. Grhnssyni (1825—1860) og J. Árnasyni, Reykjavík 1852. Bókin er í litlu broti og hand- hæg börnum. Hún var ljósprentuð í Lithoprent 1942, en er uppseld. í henni eru fjölmargar sagn- ir og ævintýri, sem njóta enn mikilla vinsælda barna, svo sem sagnir um Sæmund fróða, Gili- trutt og Hellismannasaga. Magnús Jjýddi og Mjallhvit eftir bræðurna Grimm. Kaupmanna- höfn 1853. Rétt fyrir aldamótin komu út Islenzk- ar þjóðsögur. Safnað hefur Ólafur Davíðsson (1862—1903) 1. útg. Rv. 1895, 2. útg. Rv. 1899. Bókin er í hentugu broti fyrir börn. Þar eru margar sögur, sem eru enn vinsælar rneðal barna, svo sem Sagan af Vellygna Bjarna og fleiri stór- lygasögur. Loks má geta Jjýðingar Steingríms Thorsteins- sonar á Þúsund og einni nútt. Arabiskum sögum, í fjórum stórum bindum. Kaupmannahöfn 1857, 1859, 1861 og 1864, er síðan hefur verið endur- prentuð tvisvar sinnum. Naut hún afar mikilla vinsælda rnanna á öllum aldri. Allar þýðingar Steingríms eru mjög vandaðar. Þjóðsagnasöfn Jjessi og önnur, svo og Þúsund og ein nótt, eru í heild ekki við liæfi barna. Margt er Jjar, sem er enginn barnamatur, auk Jjess, sem sumar þessar bækur eru Jjungar og stórar, og eiga börn erfitt um að handleika Jjær og lesa. Lengi hefur verið skortur á aljjýðlegum ís- MENNTAMÁL 147

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.