Menntamál - 01.08.1972, Síða 10
lenzkum fræðiritum við liæfi unglinga (og er
svo raunar enn), þegar undanskildar eru náms-
bækur í sérstökum greinum. Margt í sumurn al-
þýðlegum fræðibókum er auðlæsilegt ungling-
um og þær jafnframt að nokkru leyti samdar við
liæfi þeirra. Síra Þórarinn Böðvarsson (1825—
1895) tók sarnan mikið rit, Lestrarbók handa al-
þýðu á íslandi, Kaupmannahöfn 1874, 424 bls.
í íormála ritsins getur liöfundur þess, að það sé
að miklu leyti sniðið eftir P. Hjorts Danslie
Börneven, sumt efni tekið þaðan, þýtt og endur-
sagt, en ýmsu sleppt og nýju efni bætt við, sem
hæfði íslenzkri alþýðu. Höfundur víkur og að
því, að hann haíi haft ungmenni í huga, er hann
tók saman bókina, enda er sjálfsagt um helming-
ur hennar vel við liæfi jjeirra. Bókin er í fimm
köflum og spannar yfir margvísleg og ólík svið:
Smásögur léttar aflestrar, dæmisögur, gamansög-
ur, gátur, heilræði, orðskviðir og spakmæli. Þar
eru og jjýðingar á Englinum, Litlu slúlkunni með
eldspýturnar og Klukkunni eftir H. C. Ander-
sen. Mörg kvæði eru í Lestrarbókinni, einkum
eftir Jónas Hallgrímsson, Bjarna Thorarensen,
Steingrhn Tliorsteinsson og Kristján Jónsson.
Eru jjau yfirleitt mjög vel valin, og mörg Jjeirra
eru enn í skólaljóðum og lestrarbókum barna
og unglinga. Langir kaflar eru um náttúrufræði-
leg eíni: Um manninn, dýrafræði, landafræði
og lýsingu íslands. Fjallað er um ýmis atriði
mannkynssögunnar, sögu íslands, lög og rétt.
Á síðustu 29 bls. er rætt um trú og siðgæði. Seinni
liluti bókarinnar er yfirleitt torlæsilegri, Jjótt
jjar sé ýmislegt, senr svalaði fróðleiksfýsn greindra
unglinga. Margar myndir og uppdrættir eru í
bókinni. Hún varð mjög vinsæl og er nú orðin
ákaflega fágæt.
Um aldamótin síðustu færist nýtt líf í útgáfu
barna- og unglingabóka, og hefur jjeim farið
sífjölgandi svo að segja árlega, einkurn síðustu
30 árin eða svo. Hér er um svo rnarga höfunda
að ræða, að einungis verður getið nokkurra jjeirra
mjijg stuttlega og fyrst jjeirra, sem nú eru látn-
ir. Vísast um jjetta til rits Eiríks Sigurðssonar
skólastjóra: íslenzkar barna- og unglingabœkur
1900-1971. Akureyri 1972 48. bls.
Erægasti barnabókahöfundur íslenz.kur er síra
Jón Sveinsson (1857—1944), sem varð heimskunn-
ur af barnabókum sínum. Hann missti föður
sinn 1 1 ára, móðir hans var bláfátæk, og buðu
Jesúítar, sem hér voru á ferð, honum til náms í
Frakklandi 1870. Lauk hann Jjar prófi í guðfræði
og lieimspeki, og starfaði síðan lengi sem kenn-
ari, einkum í Danmörku. Hann snéri sér að rit-
störfum um fimmtugt og samdi fjölda bóka, sem
kallaðar eru Nonnabækur; Jjær hafa verið þýtkl-
ar á yfir 30 tungumál. Hann er svo til eingöngu
lesinn í kaþólskum löndum. Því miður hafa
bækur hans ekki (eða svo til ekki) verið þýddar
á ensku, og er hann Jjví óþekktur á hinu áhrifa-
ríka og fjölmenna engilsaxneska menningar-
svæði. Elelztu bækur hans liafa kornið út á ís-
lenzku í ágætum jjýðingum og hafa rit hans til
jjessa notið hér nrikilla vinsælda beggja kynja.
Hann styðst í Nonnabókum sínum mjög við
bernskuminningar sínar. Hann var frábær frá-
sagnarmaður og fór víða um lieim og sagði börn-
um sögur. Trúarskoðanir hans korna lítt eða ekki
fram í ritum lians og siðferðispredikanir ekki
heldur. Bækur sínar frumsamdi hann á jjýzku.
Á allri sinni löngu ævi konr lrann aðeins einu
sinni til Islands. Hann var heiðursborgari Akur-
eyrar, og þar stendur enn litla liúsið, jrar senr
lian ólst upp. Þar er nú safn verka hans, og lrver
sá, sem á leið til Akureyrar, ælti ekki að láta hjá
líða að skoða þetta safn.
Þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson (1858—1913)
Jjýddi mörg barnaævintýri, Söguna af Tuma
þumli, Tólf þrautir Heraklesar, Ferðir Múnch-
hausens, För Gullivers eftir Svift. Konru öll Jressi
rit út í Rv. 1913. Hann samdi og dýrasögur, sem
komu út í heildarútgáfu, Málleysingjar, Rv. 1928.
Á öllum Jressum sögunr eru snilldartök. Hamr
orti og nokkur heillandi barnaljóð, sem svo að
segja lrvert barn kann. 1903 gaf Oddur Björns-
son út á Akureyri Kveldúlf, Smásögusafn lranda
börnum og unglingum, 80 bls. Þar er lrin vin-
sæla saga Steinn Bollason, senr hefur síðar verið
gefin út sérstaklega.
Sigurbjörn Sveinsson kennari (1878—1950) var
afar vinsæll barnabókahöfundur. Er hann ekki
livað sízt merkilegur fyrir þá siik, að hann fyrst-
ur íslendinga sækir efni sitt að nriklu leyti í
MENNTAMÁL
148