Menntamál - 01.08.1972, Page 14
Lindgren, Finn Havrevold, Th. Egner, Robert
Fisker, Tove Jansson. Til flestra þessara þýðinga
er vel vandað.
Allmargar erlendar barna- og nnglingabækur
virðast lítið erindi eiga við íslenzk börn og ekki
vera til menningarauka. Þýðingarnar eru mjög
misjafnar. Sumar eru á óvönduðu máli, þýðanda
er stundum ekki gelið, prófarkalestri er áfátt og
lítið er til útgáfu þeirra að öllu leyti vandað. Aðr-
ar eru þokkalega eða vel gefnar út, málfar þeirra
gott eða sæmilegt. Sumar eru ágætlega þýddar,
og tel ég rétt að hér korni fram, að við eigum
allmarga þýðendur barnabóka, sem vanda verk
sitt vel. Eg rninni hér aðeins á einn afburðagóð-
an þýðanda barnabóka, Freystein Gunnarsson,
fyrrv. skólastjóra. Varla finnst mér sanngjarnt að
ætlast til þess, að við getum gefið út eins fagrar
barnabækur og beztu slík rit eru meðal stórþjóða
að því er tekur til mynda við liæfi barna. Af er-
lendum bókum, sem eru með mjög góðmn mynd-
um, eru fjórar bækur, sem lðunn hefur gefið út
1971 og 1972, þrjár (ævintýri) eftir hollenzkan
höfund og hollenzkan myndlistarmann, og ein
eftir franska. Örnólfur Thorlacius liefur þýtt
þrjár þeirra, en síra Bernharður Guðmundsson,
æskulýðsfulltrúi, eina. Bækurnar eru ætlaðar
frekar ungum börnum, lesmálið er stutt og vel
við hæfi þeirra og þýðingarnar eru vandaðar. Þá
má ekki ganga hér fram hjá Gœsamömmu. Visna-
bák Æskunnar, Rv. 1970. Myndirnar eru eftir
rússneskan mann, Feoclor Rojankovsky, sem
starfað hefur í Frakklandi og Bandaríkjunum
og talinn er einn allra fremsti teiknari í barna-
bækur, sem nú er uppi. Kristján skáld frá Djúpa-
læk hefur Jjýtt og umort barnaljóðin. Ef til vill
er óvinnandi verk að færa erlendar klassiskar
barnavísur í góðan íslenzkan búning, og grunar
mig, að varla muni mörg íslenzk börn læra þessar
vísur eða Jrær verða Jreirn Iiugstæðar. Prentun
sumra litmyndanna liefur ekki tekizt rétt vel.
Nokkru áður gaf Bókaútgáfa Æskunnar út Æv-
intýri barnanna (flest heimskunn ævintýri í
bandarískum Jrýðingum og endursögnum) með
myndum eftir F. Rojankovsky. 1. útg. Rv. 1966,
2. útg. 1971. Njóta ævintýrin sín vel í lipurri ])ýð-
ingu Þóris S. Guðbergssonar, kennara. Prentun
litmynda í seinni útgáfunni er nokkuð áfátt.
Þessar bækur hafa selz.t hér mjög vel. Gæsa-
mannna (Thc Tall Book ot Mother Goose) kom
út i New York og London 1942 og Ævintýri
barnanna (The Tall Book of Nursery Tales)
1944 hjá sama útgáfufélagi, Harpers & Brothers.
Urðu Jrær báðar metsölubækur í Bandaríkjun-
um.
Að vísu er enginn hörgull á sígildum íslenzk-
um bókmenntum við hæfi barna- og unglinga,
allt frá fornsögum, þjóðsögþm og ævintýrum til
nútímahöfunda. En sá galli er á, að gel'a Jryrfti
miklu fleiri þcssara rita út í hentugum og auo-
læsilegum útgáfum handa börnum og ungling-
um. Úrval Björns Jónssonar ritstjóra úr þjóð-
sögum Jóns Árnasonar var einkum miðað við
unglinga, og lásu Jjeir Jrað mikið, enda er [)að
fyrir löngu selt upp. En nú er ísafoldarprent-
smiðja að prenta Jrað á ný í endurskoðaðri út-
gáfu Óskars Halldórssonar lektors. Þyrfti einnig
að gera úrval úr yngri þjóðsagnasöfnum handa
unglingum. Á sama hátt Jryrftum við að leggja
meiri stund á að gefa út úrvalsjrætti úr íslend-
ingasögum og öðrum fornritum. Þær eru sér-
staklega vel til Jiess fallnar að gera þeim kjarna
þjóðmenningarinnar innh'fan. Fáir munu geta
tekið undir með skáldinu og sagt: „Þín fornöld
og sögur mér búa í barm“, cf ])cir hal'a ekki mót-
azt í bernsku af anda þeirra.
Úrval úr Þúsund og einni nótt, sem Tómas
Guðmumlsson og Páll Skúlason ritstjóri þýddu
og gáfu út, Rv. 1934, Arabiskar nœtur, og einkum
var ætlað börnum, seldist fljótt upp og hefur ekki
verið á bókamarkaðinum s.l. 20—25 ár. Bækur
Stefáns Jónssonar hafa flestar eða allar verið
ófáanlegar um margra ára skeið, en nú er ísa-
foldarprentsmiðja að gefa út rit hans í heild.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Ein stór van-
rækslusynd okkar er sú, að oft erti góð eldri
barnarit uppseld um margra ára og áratuga skeið.
Sakir ])essarar vanrækslu okkar „týnast“ mörg
ágæt rit handa börnum og unglingum. Þau eru
aðeins til í nokkrum bókasöfnum og í eigu ör-
fárra manna. Börn eiga almennt engan kost þcss
að lesa Jrau og verða þeim handgengin.
Þýddar barna- og unglingabækur eru mikill
MENNT.AMÁL
152