Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Side 16

Menntamál - 01.08.1972, Side 16
myndum, sem tengdar eru hefðbundnum störf- um kvenna, en í bókum handa drengjum meira á myndum tengdum hefðbundnu starfssviði karf- manna. í sörnu átt er alltaf of mjög haldið. Höf- undar og útgefendur hafda áfram að semja og gefa út bækur, sem aðallega eru ætlaðar öðru hvoru kyninu, langt fram á unglingsár. Með þessu móti er ræktaður eins og unnt er mismun- andi smekkur og lestraráhugamál hvors kyns um sig. Það er eins og sumir höfundar og útgefendur liafi gleymt því, að bæði kyn eru manneskjur. Eg tel þetta vera í ósamræmi við félagslega þró- un almennt, og ættum við í þessu efni að spyrna fastar við fótum. Við þurfum að treysta betur grundvöllinn undir sameiginlegum bókmenntum kynjanna, sem hafa sammennskt gildi.4) Mörg ágæt bókmenntaverk eru þannig gerð, að þau má skilja og og þeirra má njóta á marg- víslegan hátt og á ýmsum stigum (levels). Að þessu ieyti eru þau jafnt við hæfi 12—15 ára barns og fulltíða menntaðs manns. Meiri hluti manna getur notið slíkra rita, liver eftir þroska sínum og skilningi. Það eru slík bókmenntaverk, sem vel hæfa börnum og unglingum. Fjölmörg meistaraverk íslenzkra bókmennta og heimsbók- menntanna eru tær og einföld og börn og ungl- ingar geta notið þeirra á sinn hátt. Gildi einskis rits vex af því einu að vera tor- skilið, en hins vegar eru til mikil listaverk, sem einungis lesendur á háu stigi menningar og gáfna og gæddir nærnu fegurðarskyni geta notið. Þau eru börnum, unglingum og almenningi lokaður heimur. Sennilegt er, að fæst þessi rit verði nokk- urn tíma almenningseign; aðeins fáir útvaldir geta notið þeirra. Öll slík rit, í bundnu máli sem óbundnu, eru ekki við liæfi barna og ungl- inga, J)ar sem þau eru langt um ofviða skilningi þeirra og listskynjun. Eg minntist á, að ritverk má skilja og njóta á ýmsum stigum. Meðalbarn innan við 10—11 ára aldur skilur oft ekki táknræna merkingu dæmisagna. Sagan sjálf sem frásögn verður að 4) í eftirfarandi hugleiðingum er víða stuðzt við bók mína Börn og bækur. Lestrarbókakönnun. Einkum lok X. kafla, svo og XI. kafla. Menningasjóður, Rv. 1972. vekja áhuga þeirra, annars fer hún fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Viðhorf þeirra við dæmi- sögunni getur breytzt, þeim þótt hún góð, þegar þau hafa náð nægilegum þroska til þess að skilja táknræna merkingu hennar. Unglingur getur skemmt sér konunglega við lestur Birtings (Can- dide) eftir Voltaire án þess að skilja heimsá- deiluna, sem í bókinni felst, eða það sem full- orðnir menntaðir menn myndu nefna hina djúpu merkingu Iiennar. Og 12—15 ára unglingur get- ur lesið Njálu sér lil mikillar ánægju; hann leggur sinn skilning í hana, sem er vafalaust nokk- uð frábrugðinn skilningi fullorðinna Njáluunn- enda, hvað þá færustu Njáfusérfræðinga. Flestir menn, sem hlotið hafa sæmilega mennt- un, eru aldir upp við fjölbreytilegar tegundir bókmennta, og vandfýsnir fagurkerar telja sumar jæirra naumast til bókmennta. Víst er, að lestur gegnir ekki eingöngu fagurfræðilegu hlutverki, heidur lesa menn einnig sér til skemmtunar, af- jjreyingar, livíldar og fróðleiks, svo að eitthvað sé nefnt. Flestir rnenn vaxa aldrei frá Jressum teg- undum og fara sínu fram og kæra sig kollótta um, Jrótt ýmsir bókmenntafræðingar meti margar Jreirra lítils. Finn dýpsti hugsuður samtíðar okk- ar, frakkneski heimspekingurinn og skáldið Jean- Paul Sartre, kemst svo að orði í æviminning- um sínum, þar sem liann lýsir fjölbreytni lestrar- efnis síns, sem fylgt hefur honum alla ævi: „Aujourd’hui encore, je lis plus volontier les „Serie Noire“ que Wittgenstein." Lauslega Jsýtt: Mér er enn í clag ljúfara að lesa feynilögreglu- sögur en Wittgenstein.5) (Austurrískan heim- speking, sem er ákaflega torskilinn). Slík reynsla, sem nefna mætti ótal dæmi um, er órækt vitni Jæss, hve menn eru ákaflega ólík- ir að Jíví er tekur til þeirrar ánægju, sem lestur veitir þeim. Eg tel rétt að taka hér skýrt fram, af Jjví ég legg mikla áherzlu á að börn á öllum aldri lesi góðar bækur við sitt liæfi, að ég tel ekki saka, þótt börn jafnt og fullorðnir menn lesi tölu- vert léttmeti og hreint skemmtiefni meðfram. Samt sem áður tel ég nauðsynlegt að laða börn og unglinga sein mest að sígildum bók- MENNTAMÁL 154 5) Les Mots, Paris 1964, bls. 61.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.