Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Page 18

Menntamál - 01.08.1972, Page 18
Fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda í Reykjavík ♦ ♦ Dagana 23.—25. júní 1972 var haldið í Norr- æna húsinu í Reykjavík 5. þing norrænna barna- og unglingabókahfundöa. Þingið sátu 108 fulltrúar og skiptust þannig á Indin: frá Svíþjóð 37,ö frá Noregi 13, frá Danmörku 10, frá Finnlandi 3, frá Færeyjum 1 og 44 frá ís- landi. Þingfulltrúar voru, auk barna- og unglinga- bókahöfundanna, bókaverðir, útgefendur, gagnrýnendur, blaðamenn, starfsmenn sjón- varps og útvarps, kennarar, fóstrur og full- trúar frá leikhúsum og fræðslumyndasafni. Auk þess fulltrúar frá yfirstjórn fræðslumála á íslandi. Rithöfundasamband íslands stóð fyrir þing- inu, og sat stjórn þess þingið, en nefnd barna- og unglingabókahöfunda annaðist á vegum þess allan undirbúning og framkvæmd þing- haldsins. Nefnd þessi var skipuð af stjórn R.í. haustið 1970 og í henni eiga sæti: Ármann Kr. Einarsson formaður, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Gunnar M. Magnúss og Filippía Kristjáns- dóttir (Hugrún). Menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafs- son setti þingið. Fyrirlestra héldu dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor um þörfina á sér- stökum þarnabókmenntum, Stefán Júlíusson bókafulltrúi ríkisins um börn og bókasöfn, séra Sigurður Haukur Guðjónsson gagnrýn- andi um barna- og unglingabækur og fjöl- miðla. Tók han fyrir gagnrýni í dagblöðum og tímaritum. Hinrik Bjarnason framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs ræddi um barna- og ungl- ingabókmenntir og fjölmiðla, tók hann fyrir útvarp, sjónvarp og kvikmyndir. Miklar og fjörugar umræður voru um öll þessi efni, og skiptu fulltrúar landanna með sér að stjórna fundum og leiða umræðurnar. Formaður Rithöfundasambands íslands, Sigurður A. Magnússon, sleit þinginu í Valhöll á Þingvöllum; þar kom fram uppástunga um, að 6. þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda yrði haldið í Færeyjum næst. Fögn- uðu þingfulltrúar því með lófaklappi. í tengslum við þingið efndi Norræna húsið til sýningarinnar „Norrænar barnabækur 1972“. Var sýningin opnuð 18. júní af borgar- stjóranum í Reykjavík, Geir Hallgrímssyni. Rithöfundasamband íslands gaf út kynn- ingarrit um íslenzka barna- og unglingabóka- höfunda, „íslenzkar barna- og unglingabæk- ur 1900—1971“. Eiríkur Sigurðsson rithöf- undur tók ritið saman, en fyrrverandi formað- ur R.Í., Matthías Johannessen, skrifaði for- mála. Öllum þingfulltrúum var gefið ritið. Meðfylgjandi tillögur voru samþykktar. MENNTAMÁL 156

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.