Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Qupperneq 21

Menntamál - 01.08.1972, Qupperneq 21
1962. Raunar er sífellt unnið að endurskoðun námsskránna — eins og gert er nú orðið í mörg- um löndum. Strax árið 1949 hófst umfangsmik- il tilraunastarfsemi til að undirbúa ýmsar breyt- ingar á skólakeríinu. Með námsskránni frá 1962 voru gefnir margir mismunandi valkostir í námi, þegar í 7. bekk. Voru raunar níu mismunandi námsleiðir á „högstadiet". í nýju námsskránni er þrengt að þessum valkostum. Nemendum er nú kennt í óskiptum bekkjardeildunr allt „hög- stadiet", en þó gefnir fjórir valkostir (erlend mál, listir, tækni og það sem kallað er „þko- nomi“. Þessar greinar eru kallaðar valgreinar og fá 3—4 tíma í viku. Eins og í Finnlandi á að reyna að skapa ákjós- anlegustu þroskamöguleika fyrir hvern einstak- an nemanda. Nemendur eiga m.a. að fá stórauk- in áhrif á að finna starfinu markmið og skipu- íeggja það. Brýn þjóðfélagsmál eru tekin með: staða kon- unnar í þjóðfélaginu, náttúruvernd og einnig kynlífsvandamál, áfengi/tóbak/eiturlyf o.s.frv. Onnur dæmi um nýjungar í Lgr. 69: á „lág- stadiet" verður enska skyldunámsgrein frá 3. skólaári. Á „högstadiet" — þar sem mest verður um nýjungar — er ætlunin að bjóða margvíslega starfsmögideika í nýju greinunum listir, tækni og ,,0konomi“. Auk þess verður hægt að vinna frjálst tvo tíma í viku, og geta nemendur þá val- ið um rnargt, frá ljósmyndun til vélvirkjunar. Starfsfræðsla verður skyldugrein eins og tónlist, teikning og Jrandavinna. A öllum stigum verður skipt um nafn á grein- inni kristinfræði, sem nú nefnist trúarbragða- fræði. ETm leið breytist inntak greinarinnar. Þær greinar sem kallast „orienteringsfagene“, skiptast í tvo hluta; annar varðar ])jóðlélagið, hinn náttúruna. I öllum greinum og á öllunr stigum er leitazt við að auka og efla einstaklingsbundna kennslu — en innan ramma bekkjarins. í þeirri kennslu þarf að vera unrit að styðjast við gott úrval nýj- ustu kennslutækja. Auk þess verður hún að byggj- ast á almennu samstarfi kennaranna og á sam- starfi milli kennara og nemenda. Skilningur er á að hið daglega, stöðuga skipulagsstarf muni taka mikinn tíma. Svíar benda líka á að mikill tínri nruni fara í fundarhöld, þar senr annað starfslið skólanna muni verða nreð í samstarfinu, og ennfremur foreldrarnir. Einnig er athyglisvert að heirnavinna er annað hvort afnumin eða gefin frjáls. Öll vinnan á að fara franr í skólanum. Loks er rætt unr einkunnirnar. Haldið verður áfram að nota tölurnar 1—5, og einkunnir verða aðeins gefnar þrisvar sinnunr á fyrstu sjö skóla- árununr. Frá 8. bekk eru gefnar einkunnir eftir hvert námstímabil. Frá hinum löndunum konru ekki upplýsingar unr einkunnir, svo að sanran- burður verður ekki gerður á þeim hér. í Noregi er haldið áfram á grundvelli starfsskólahugmyndarinnar 13. júní 1969 samþykkti norska Stórþingið ný grunnskólalög, þar sem konrið var á 9 ára skóla- skyldu — og rétti. í ]jví sambandi var byrjað að vinna að nýrri námsskrá og hafa drög að lrenni nýlega verið lögð franr til unrræðu. Visst samræmi hefur verið í þróuninni. Þegar 1939 varð starfsskólahugmyndin ráðandi, en konrst þó aldrei til fullra framkvæmda vegna þess að í námsskránum voru frenrur strangar lágmarkskröfur og nreð kröfum sínum unr vissa þekkingu fengu skólar á efri stigunr — einkunr gagnfræðaskólar — of nrikil áhrif á kennslu barna- skólanna. Með lögunr frá 1959 opnuðust möguleikar á umfangsmeira rannsóknarstarfi. Þá var byrjað nreð kerfið 6 ára barnaskóli og 3 ára unglinga- skóli — framkvætnt þannig að bekkir voru óskipt- ir að og nreð 7. skólaári. Eftir það kenrur „kurs- plandeling“ í norsku, stærðfræði, ensku og þýzku — þar sem hægt er að velja unr þrjú stig nreð mismunandi kröfunr. f nýju drögunum senr nú eru til unrræðu, er haldið áfram á grundvelli starfsskólahugmynd- arinnar. Nú er lögð rík áherzla á að nemendurnir skuli „læra að læra“ og því er námstækni tekin upp þegar í yngstu bekkjununr. Leitazt verður MENNTAMAL 159

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.