Menntamál - 01.08.1972, Page 26
iiliða mynd af erfiðleikum skólabarna, en þó
með þeirri undantekningu, að börn, sem iila
sóttu skóla, voru vanrækt eða heimilislaus sáust
sjaldan iijá starfandi sáifræðingum, en þeim höf-
um við síðan haft kynni af á Sálfræðideild skóla.
III. Byrjun sálfræðiþjónustu
Arið 1960 var að frumkvæði Reykjavíkurborg-
ar kontið á sálfræðiþjónustu fyrir barnaskólana
þar. Var þetta sérstaklcga að þakka áhuga og
skilningi fræðslustjóra og fræðsluráðs. Ber borg-
in ein kostnað af þessari starfsemi. Jónas Páls-
son, sálfræðingur, var ráðinn forstöðumaður Sál-
fræðideildar, starfaði hann einn fyrsta árið, en
tveir starfsmenn bættust við haustið 1961. Síðan
Iiafa starfsmenn Sálfræðideildar verið 3—6, nokk-
uð breytilegur fjöldi, jafnan hefur verið heimilt
að ráða fleiri, en ekki fengizt fólk með tilskyld-
an undirbúning.
Við héklum kannski í upphafi, að 3—4 menn
gætu annað þeim verkefnum, sem Sálfræðideild
bærust, en fyrsta óvænta uppgötvunin, sem ég
a.ink. gerði, var sú, að ýmsir erfiðleikar skóla-
barna væru miklu tíðari en ég liafði haldið.
Hafði e.t.v. búizt við að 1—2% skólabarna þyrftu
að leita sálfræðings, en það reynast miklu fleiri,
sennilega allt að 10%, sem þess þurfa einhvern
tíman á skólaferli sínum. Þctta átti við um allar
tegundir erfiðleika, t.d. voru vangefin og mjög
tornæm börn rnun fleiri en virtust, meðan málið
var lítt kannað, en mest kom á óvart tíðir náms-
erfiðleikar barna, sem höfðu eðlilegan greindar-
þroska. Eiga þeir rætur að rckja til margvíslegra
annarra orsaka, oftast tilfinningalegra vand-
kvæða barnsins, sem tengd eru fjölskyldulífi þess
og uppeldi og tíðast afleiðing geðrænna vand-
kvæða foreklra sjálfra, slundum erfiðum aðstæð-
um foreldra, sem vinna bæði úti, annað þeirra
oft fjarri heimilinu, stundum vantrú á getu
barnsins eða áhugaleysi þeirra á árangri þess,
kunnáttuleysi í að aðstoða við heimanám o.s.frv.
Oft eru einhver mistök við kennslu líka orsök
námserfiðleika, ekki sízt of hröð yfirferð við
byrjunarkennslu í lestri, lítil eða neikvæð tengsl
og takmarkaður skilningur milli kennara og
nemanda, fjarvist barns vegna veikinda,
svo að það missir úr námi og vinnur það
aldrei upp aftur og margt fleira. Þá eru all-
mörg biirn í Reykjavík, og jjað vaxandi fjöldi,
sem kalla mætti heimilislaus heima hjá sér vegna
andlegs vanþroska foreldra, geðsjúkdóma, en tíð-
ast ])ó vegna drykkjuskapar, sem greinilega fer
vaxandi, svo að börn hafa stundum engin skil-
yrði til að stunda nám og sækja skóla vegna
upplausnar og umhirðuleysis á heimili.
Vandkvæði þau, sem bárust hinni nýju Sál-
fræðideild, urðu því miklu fleiri og stærri en
nokkurn hafði órað fyrir, og enginn vissi fyllilega,
hvernig fram úr þeim öllum skyldi ráða, enda
aðstæður til þess takmarkaðar þá. Við, sem vinn-
um við Sálfræðideild, liófum því verk, sem eng-
inn hafði unnið hér áður, svo heilið gæti og
höfum undanfarin 10 ár verið að þreifa okkur
áfram um starfsaðferðir og rnyndun úrræða til
úrbóta. Að vísu er hægt að styðjast við erlenda
reynslu, en hvort tveggja er, að sú reynsla bygg-
ir ekki heldur á löngu starfi erlendis, svo að
sjónarmið eru sífellt að breytast, og vandamál
hvers lands eru að einhverju leyti sérstæð vegna
ólíkra þjóðfélagsliátta.
í frumvarpi því að grunnskólalögum, sem nú
liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir tveint starfs-
mönnum á Sálfræðideld fyrir liverja 2500 nem-
endur í barnaskólum, og geri ég ráð fyrir sam-
kvæmt fenginni reynslu, að það verði sízt of
mikið starfslið.
IV. Tilgangur
Það er oft spurt, hvort Sálfræðiþjónusta geti
orðið skólunum, kennurum og starfi þeirra að
einhverju liði, og felst í þeirri spurningu, að sé
svo ekki, hljóti luin að vera tilgangslítil. Þessu
er þó ekki svo l'arið, og þetta vekur einmitt spurn-
inguna um tilgang og markmið sálfræðiþjón-
ustu. Það mætti eins spyrja, hvort hún eigi ekki
frekar að vera fyrir foreldra, styðja uppeldis- og
menntunarhlutverk þeirra engu síður en skól-
anna, og það því frekar, sent allt að helmingur
barnanna kemur hingað fyrir frumkvæði for-
eldra. Mitt svar er það, að bæði foreldrum og
MENNTAMÁL
164