Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Qupperneq 33

Menntamál - 01.08.1972, Qupperneq 33
„Nei, heyrðu mig nú! Leikur í menntaskóla!" má ég þá skjóta því inn að hér er um að ræða rammasta alvöru„leik“. Þessi „leiknr“ drepur hugsunina úr dróma, hvetur til hugmyndaflugs og a/tekur manneskjuna. Það liggur í augum uppi að það tekur tímann sinn að læra lýðræði á þennan hátt. Sá tími fæst ei' til vill ekki ncma á kostnað hefðbundinnar menntaskólaþekkingar. (Leiklistarkennslan sýnir þannig ótvírætt að þeir hafa á réttu að standa sem nú halda því fram að ekki sé liægt að gera hvorttveggja í senn: taka upp ný vinnubrögð og halda sér við fyrri námsefnis- og kunnáttukröf- ur.) Einhvers staðar verður að taka tímann — og í umræðunum um skólamál er þetta kjarni máls- ins. Margir munii eflaust spyrja livort við höf- um ráð á þessu? Höfum við ráð á að taka tíma frá hefðbundnum menntaskólagreinum til þess að nemendur fái að „æfa sig í að lifa“? Það er eindregin sannfæring mín að við höfum ekki ráð á að renna hér af hólmi. Velntegunar- þjóðfélag okkar verður að leyfa sér það sem til þarf. Það er lýðræðisnauðsyn að sem flestir hafi kjark og löngun til að tjá sig í mæltu máli — fyrsta og fremsta samskiptatæki manna. En kjark- urinn og löngunin, sem eru forsendur þess að get- an þroskist, koma ekki af sjálfum sér þótt formleg heimikl til tjáningar sé veitt — hvorki í samfélagi skólans né í þjóðfélaginu. Skólar sem vilja stefna markvisst að eflingu lýðræðislegrar hegðúnar fflunu fljótt komast að raun um að þeir feimnu og óframfærnu þegja eftir sem áður á þingi skól- ans. Óttinn við aðrar manneskjur er mikill. Þess vegna þarf skólinn á að halda námsgrein á borð við leiklist, námsgrein sem getur veitt nemendun- uni tækifæri til að öðlast öryggi og sjálfstraust °g þannig átt sinn þátt í að leysa úr læðingi fram- taksvilja og hugmyndaflug til skapandi starfs og krítískrar hugsunar. Skapandi athöfn, hvort held- ur í leiklist, myndlist eða tónlist, er ómissandi þáttur í starfi skóla sem þykist stefna að alhliða þroska nemendanna, að þroska manneskjunnar ollrar. Ef í kennslunni er tekið einhliða lillit til hæfileika nemendanna til vélrænnar þekkingar- oflunar, lamast viljinn og hugmyndaflugið. Við þurfum kennsluskilyrði sem geta átt sinn þátt í að laða fram skapandi liæfileika — ekki vegna þess að þjóðfélagið kalli hástöfum á starfandi listamenn, heldur vegna þess að allir einstakl- ingar verða að eiga þess kost, hver út lrá sínurn eigin forsendum, að njóta sín gagnvart sjálfum sér, náungum sínum og umheiminum öllurn með því að þroska þá eiginleika sem skapandi at- liöfn óumflýjanlega ýtir undir: kjark, hugmynda- flug, sjálfsvitund, krítiska hugsun. Nú þegar menntaskólinn á að fara í deigluna og fá á sig nýja mynd með nýju skipulagi er á- ríðandi að allir kennarar, hvaða grein sem þeir kenna, taki afleiðingunum af því, að grein á borð við leiklist gefur skólanum kost á að þroska fleiri liliðar persónuleikans en mælanlega greind eina. Með tímanum mun þessi grein geta átt sinn þátt í að breyta þeim samkeppnis- og efn- ishyggjuanda sem eins og stendur virðist ein- kenna samfélag okkar. Jóhann S. Hannesson þýddi úr Den II<ftgre Skolen. MENNTAMÁL 171

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.