Menntamál - 01.08.1972, Qupperneq 37
FRA
LANDSSAMBANDI
FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
«
Fulltrúaþing LSFK verður hald-
ið í júnímánuði n. k. Aðalmál
þingsins verða launa- og kjaramál,
enda standa nýir launasamningar
lyrir dyrum. A þessu ári eru liðin
25 ár frá stofnun landssambands-
ins og verður þess sérstaklega
nrinnzt á þinginu.
Viðræður milli fjármálaráðu-
neytisins annars vegar og SIB og
f-SFK liins vegar lyktuðu með því
samkomulagi, að ráðuneytið ákvað
að greiða kennurum í barna- og
framhaldsskólum vegna vinnu við
skrifleg verkefni nemenda sem hér
segir:
Barnaskólar
Móðtirmál .............. kr. 3.96
Et'lend mál ............ — 2,72
Reikningur ............. — 2.01
þramhaldsskólar
íslenzka ............... kr. 4,79
Erlend mál ............. — 3.20
Reikningur og eðlisfr. . . — 2.39
Þessar greiðslur hafa hækkað
E'á 1. marz í samræmi við vísitölu.
Greiðslur þesar skulu inntar af
hendi frá uphafi skólaárs, þar til
annað verður ákveðið. Framhald
greiðslnanna eða stöðvun mun
Eyggjast á niðurstöðu Félagsdóms
* máli því, er BSRB fyrir liönd
SÍB og LSFK hefur nú höfðað á
hendur fjármálaráðlierra f.h. ríkis-
sjóðs til slaðfestingar á gildi sér-
samninga um greiðslur fyrir heima-
vinnu við leiðrétting skriflegra
verkefna nemenda.
Stjórnarfundur norræna kenn-
arasambandsins var haldinn í
Slokkhólmi dagana 10,—12. okt. sl.
Fundinn sóttu af hálfu LSFK Ól-
afur S. Ólafsson form. og Guð-
mundur Arnason starfsm.
Helztu mál fundarins voru, auk
venjulegra fastra verkefna:
1. Vinnutimi kennara,
2. fjármagn til skóla og skipting
þess,
3. velferð nemenda og kennara í
skólastarfi,
4. þörf skólanna á öðru starfs-
fólki en kennurum,
5. kennaramenntunin,
6. samnorræn stefna um skóla-
byggingar,
7. Norræna menningarmálastofn-
unin,
8. samvinna Norðurlanda innan
samtaka kennara,
9. áætlun um námsskeið og ráð-
stefnur á vegum NLS árið 1973.
Frá því að síðasti stjórnarfund-
ur var haldinn 1 Reykjavík haust-
ið 1972, ltöfðu nefndir starfað á
vegunr NLS í ýmsum málaflokk-
um. Má þar til nefna, að fyrir
fundinn voru lagðar álitsgerðir
þessara nefnda unt mál nr. 1, 3, 4,
og 5 hér að framan.
1 nefndarálitunum komu fram
ýmsar gagnlegar upplýsingar auk
álits nefndanna og tillögur um
starf á vegutn NLS í málunum.
Ákveðið var að halda þessu nefnd-
arstarfi áfram, og á næsta ári
ntunu nefndir starfa í eftirtöldum
málaflokkum: vinnutími kennara,
fjármagn til skólanna, vinnuað-
staða nemenda og kennara í skól-
utn.
Þvi miður hefur þátttaka íslands
í nefndum þessum engin verið til
þessa, nema gefa upplýsingar um
nokkur atriði, en nú hafa LSFK
og SÍB tilnefnt fulltrúa í þessar
nefndir og hefur þeg.ar verið hald-
inn fundur í hverri þeirra.
Formaður Norræna kennara-
sambandsins var kosinn Jörgen
Jensen, form. danska kennara-
sambandsins, varaformaður Ainto
Tammivuori, form. finnska kenn-
arasambandsins, og ritari Sven Entil
Nielsen, framkvæmdastjóri danska
kennarasambandsins.
Næsti stjórnarfundur verður
haldinn í Kaupmannahöfn liaust-
ið 1973.
MENNTAMÁL