Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Síða 38

Menntamál - 01.08.1972, Síða 38
♦-----------------------------------♦ Afmæliskveðja Nýlega varð sjötugur dr. phil Matthías Jónasson, prófessor. Hann er fæddur hinn 2. sept. 1902 í Reykjar- firði í Suðurfjarðahreppi í Arnarfirði. Standa að honum traustir vestfirzkir og þingeyskir ætt- stofnar. Ungur fór hann að stunda sjó og gat sér þar hið bezta orð fyrir dugnað og harð- fengi. Samt sem áður gerði hann sér sjó- mennsku ekki að ævistarfi, heldur stóð hugur hans til mennta. Foreldrar hans voru barn- margir og efnalitlir, og varð hann að ryðja sér braut af eigin rammleik. Stúdentspróf tók hann á Akureyri 1930, fór að því búnu til Þýzkalands og stundaði nám í uppeldisfræði, sálarfræði, heimspeki og fleiri greinum við háskólann í Leipzig og lauk þaðan doktorsprófi 1936. Doktorsritgerð hans fjallaði um svissneska uppeldisfræðinginn H. Pestalozzi. Styrkþegi Hannesar Árnasonar sjóðsins var hann frá 1939—42. Um níu ára skeið stundaði hann framhaldsnám, einkum í uppeldisfræðum við háskólann í Leipzig, jafnframt því sem hann var þar lektor í íslenzku 1935—41 og var sett- ur prófessor við sama skóla 1941—45. Vann MENNTAMÁL 176

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.