Vorið - 01.12.1968, Síða 26

Vorið - 01.12.1968, Síða 26
kom kvöld óg börnin skriðu inn i tjald- ið sitt og voru nú með daprasta móti. „Eigum við ekki að biðja fyrir pabba og mönnnu í kvöld um leið og við biðj- nm hann að hjálpa okkur?“ sagði Einar. „Ég hef gert það á hverju kvöldi,“ sagði Dóra. „En þið skuluð gera það líka. Ég er viss um, að þeim líður illa. Kannski enn verr en okkur?“ Svo varð þögn í tjaldinu og litlu síð- ar voru börnin sofnuð. — Þegar þau vöknuðu næsta morg- un, voru þau bæði svöng og þyrsl. Veður hafði kólnað um nóttina, svo að það var hrollur í þeim, þegar þau vöknuðu. Loft var nú skýjað og veðrið var hráslagalegt. Þau höfðu farið mjög létt klædd að heiman, en þeim hafði aldrei orðið verulega kalt fyrr en nú. Það stóð nokkur gola norðan flóann og hún var ekkert hlý. Börnin voru að leggja af stað til að leita að eggjum í „morgunmatinn“, þeg- ar þau heyrðu í flugvél enn einu sinni. Þetta var fimmti dagurinn þeirra í eynni og einhvern veginn fannst þeim nú, sem björgunin væri á næstu grösum. Nú fór flugvélin ekki fram hjá, heldur stefndi beint á eyna og flaug nokkra hringi yfir henni og var auðséð, að hún vissi af börnunum þarna. Enda létu börnin ekki standa á sér að taka á móti henni. Þau hlupu í hendingskasti upp á hæsta hólinn og veifuðu þaðan í ákafa með óskaplegum fagnaðarlátum. Flug- vélin flaug svo lágt, að það lá við að börnin gætu kallað til flugmannsins. Allt í einu sáu þau, að eitthvað kom svífandi niður til þeirra, og þegar það hafði náð til jarðar fóru þau öll í kapp- hlaup þangað sem böggullinn lá. Dóra varð fyrst. Hún tók utan af bögglinum og hvílíkur fögnuður: Þarna voru nokkrar brauðsneiðar og lítill mjólkurbrúsi. Þau gleymdu flugvélinni alveg í bili, er þau sáu þetta lostæti. „Ó, mjólk! Mjólk! Hver á að byrja?“ hrópuðu þau öll. „Það er bezt að sá yngsti byrji. Það er stytzt síðan hann hætti við pelann,“ sagði Einar. „Jæja, Svanur, byrjaðu þá og vertu fljótur, en þú mátt ekki drekka allt úr brúsanum," sagði Dóra. Nú gekk brúsinn frá munni til munns og aldrei höfðu börnin bragðað þvílíka mjólk! Þau höfðu verið svo upptekin af þessari sendingu, að þau tóku ekkert eftir því að öðrum böggli hafði verið varpað niður til þeirra, en nú sáu þau hann liggja þarna skammt frá. Að þessu sinni var Svanur fljótastur að ná í bögg- ulinn. Þetta voru þrjár ullarpeysur. Fögnuðurinn yfir þessari sendingu var ekki alveg eins mikill og í fyrra skipt- ið. Það var samt gott að fá peysurnar, og börnin létu ekki bíða að fara í þær. Þeim hlýnaði líka fljótt á eftir. Nú loks fóru börnin að gefa gaum að flugvél- inni, þessum blessaða sendiboða, sem nú var á förum. Nú var ekkert að óttast lengur. Þau voru fundin og þeim mundi bjargað fljótlega. Það gat eitt- hvað dregizt. Þau hugsuðu sér helzt að það myndi koma bátur til að sækja þau og það tók sinn tíma. Og nú voru það brauðsneiðarnar. Það var næsta mál á dagskrá að gæða 168 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.