Vorið - 01.12.1968, Side 27

Vorið - 01.12.1968, Side 27
sér á þeim. Bezt var þó að' fara gæti- lega og borða ekki yfir sig, eftir lang- varandi matarskort. Dóra sagði að þau mættu borSa sína sneiSina livort, og svo ekki meira í bili. ÞaS var samþykkt. Þegar þessari góSu máltíS var lok- iS, sagSi Einar: „Eigum viS nú ekki aS þakka guSi fyrir þessa björgun, sem er alveg á næstu tímum? Við höfum oft beðið hann aS hjálpa okkur. Nú er það einnig okkar aS þakka honum.“ ,Jú, við skulum gera það,“ sögðu hin börnin lágt. Svo krupu þau öll nið- ur, lögðu aftur augun og spenntu greip- ar. Enginn heyrði þakkargjörS þeirra — nema guS. Þau voru líka að tala við hann. Svo stóðu þau upp og það er þögn litla stund. „Jæja, krakkar. Líklega fá pabbi og mamma að vita fljótlega, að við erum á lífi,“ sagSi Einar. „Já, ég hugsa, að þau viti þaS nú þegar,“ sagði Dóra. „Kannski pabbi komi bara að sækja okkur?“ sagði Svanur. „Nei, ekki á trillunni sinni. Ég hugsa að það sé svo langt. Annars vitum við ekkert, hvar við erum,“ sagði Dóra. „Ef þessi eyðiey skyldi nú ekki heita neitt, ættum við þá ekki að skíra hana?“ „Jú, þaS er alveg sjálfsagt. En hvaS eigum við að kalla hana?“ sagði Einar. „Vegna þess, að eyjan okkar heitir Sóley. Hvernig væri þá að við kölluð- um þessa Máney?“ sagði Svanur. „Ég held, að það sé bara ágætt,“ sagði Dóra. — Þá heitir hún hér eftir Máney,“ sögðu þau öll í kór. „En hvað eigum við nú að gera þang- að til við verðum sótt?“ spurði Dóra. „Eg gæti kannski sagt ykkur Eyr- byggju aftur þótt ég muni hana illa?“ sagði Einar. „Nei, heldur Laxdælu. Ég kenni ann- ars svo mikiS í brjósti um GuSrúnu Osvífursdóttur, þótt hún væri grimm,“ sagði Dóra. „Eg kenni meira í brjósti um Hrefnu,“ sagði Svanur. „Eg kenni mest í brjósti um þá Bolla og Kjartan,“ sagði Einar . „Jæja, byrjaðu þá á Laxdælu aftur,“ sagði Svanur. — Dagurinn leiS fljótt. ÞaS glaðn- aSi til meS hádeginu. Til allrar ham- ingju höfðu þau aldrei gleymt að draga upp klukkuna og vissu því alltaf, hvaS tímanum leið. Skömmu eftir hádegi, þegar þau sitja fyrir utan tjaldið sitt og bíða eftir að eitthvað gerist heyra þau einkennileg- an dyn í lofti. Hann var ekki eins og venjulegur flugvélaþytur, en hann kom samt einhvers staSar ofan úr loftinu og litlu síðar sjá þau einhverja ófreskju koma æðandi út úr skýjunum og stefna í átt til þeirra. Og ekki nóg með það: Þetta ferlíki gerði sér hægt um hönd og settist á eyna rétt hjá þeim eins og randafluga eða fiskifluga. Þau höfðu að vísu oft heyrt talað um þyrlu, en aldrei séð hana fyrr. Þetta var þá þyrla. Eftir litla stund opnast hún og út úr henni stígur maður, og hver haldið þið, að það liafi verið? ÞaS var enginn ann- ar en hann Gestur, faSir barnanna, og annar ókunnugur maður, sem þau gerðu VORIÐ 169

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.