Vorið - 01.12.1968, Page 40
enginri rennir huga að vínarbrauðun-
um og bollunum.
Aki er eins ákafur og hinir, er
með í leiknum á sinn hátt, veifar hand-
leggjunum, bendir á félagana, kallar og
hvetur þá. En það er ekki mikið hlust-
að á hvað hann segir, nú hafa þeir snill-
inga með í hópnum, reglulega snillinga,
heilfætta stráka, sem eru bæði fyrir
auga og eyra.
Að lokum gefst Aki upp, þagnar og
horfir á.
Að lokum hætta þeir knattleiknum,
sveittir og óhreinir þjóta þeir inn. Nú
fær afgreiðslufólkið nóg að gera. Skipzt
er á spurningum og svörum, því að nú
kemur útskýring á því, sem gerðist á
vellinum.
Þeir hópast utan um Yallnadrengina,
og setja vel á sig það, sem sagt er. Þeir
muna leikinn og fara yfir hann. Þeir
segja frá mistökum, sem urðu og sýna
með höndum og fótum — einnig með
höfðinu — hvað hefði átt að gera.
Hvað hefur drengur, sem er öðru
vísi en hinir, að gera hér, með veikan
fót og hækjur? Áki má vera ánægður
yfir, að geta verið með drengjunum
hér. Hann stendur í hópnum kringum
Jón og hlustar. En brátt situr hann á
sama stað og áður, einmana upp við
vegginn. Gestum hans er veitt mest at-
hygli. Hann sér hárlufsurnar á þeim, og
sér við og við óhreinan gulan stakk.
Það eru raddir þeirra, sem yfirgnæfa
hina.
Við og við man hann eftir ræðunni
og rifjar hana upp. — Þá finnst hon-
um ekkert í hana varið. Þetta er bull
um félagana. Hvernig eru þeir nú? Það
er bull um merkisteininn, því að hann
hafði aldrei hugsað sér hann svona. —
Og að bjóða gestina velkomna, Jrað er
tóm vitleysa, sem hann mundi aldrei fá
sig til að segja. Það hafa hinir gert
sjáifir, hugsar hann, Jregar hann sér
hve Björndælingarnir dást að Vallna-
drengjunum.
Hann lítur í kringum sig eins og hann
sé að leita eftir hjálp. Hann gæti vel
gengið tii Sveins eða Agnars og skipzt
á við Jrá nokkrum orðum — eða til
stúlknanna við eldavélina. — Já, Hjör-
dís! — Allt í einu verður honum það
ljóst að bezt er að tala við Hjördísi.
Og hann getur vel rutt sér braut til
hennar. Það hefði hann átt að gera
fyrir löngu. Það er honum sjálfum að
kenna, að hann situr hér einmana og
tekur ekki þátt í neinu.
Þessi bugsun vekur gleði og hlýju, og
nú stendur hann upp til að fara til henn-
ar. Hann finnur að strákarnir eru fús-
ir til að rýma fyrir honum, svo að hann
komist áfram. Hann brosir og segir
ýmisleg gamanyrði meðan hann leitar
með augunum eftir stúlku við eldavél-
ina.
En nú hafa stúlkurnar nóg að gera.
Sumar safna saman bollum og diskum,
aðrar þvo upp, og tvær selja og af-
greiða eins hratt og þær geta. Þó er
alltaf heill hópur af drengjum í kring-
um þær. Þeir eru með peninga í hönd-
unum og biðja um meira. Einmitt núna
eru tveir drengir í gulum stökkum, sem
langar í kaffi. Það eru þeir Jón og
Níels. Þeir standa fyrir Aka og þeir eru
182 VORIÐ