Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 49

Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 49
Ú R HEIMI BARNANNA ÞEGAR ÉG FÓR TIL TUNGLSINS (Ritgerð vorið 1967) Þegar ég heyrði í viðtækinu, að hægt væri að skjóta eldflaug til tunglsins, datt mér í hug að fara þangað í sumar- leyfi. Ég fór því að leita að manni, til þess að fara með mér. Eftir nokkra leit fann ég hann. Hann hét Gústi. Við lögðum strax af stað í flugvél til Bandaríkjanna og til Kennedyhöfða en þar átti að skjóta okkur á loft í ,.Cosmos IV“. Ferðin til lunglsins tók hálfa aðra klukkustund og gekk ferðin vel nema hvað Gústi fékk hálsbólgu. Lendingin gekk prýðilega og lenti „Cosmos IV“ mjúklega í gosgíg. Við Gústi fórum strax að skoða okk- ur um og sáum við mörg þúsund engi- sprettur, sem réðust á nestið okkar, sem við höfðum lagt frá okkur á steingerf- ing. Við flýttum okkur að ná nestinu og hröðuðum okkur að því búnu inn i geimfarið. Við settum í gang og fórum burt af tunglinu. Á leiðinni til jarðar, gerðist það óhapp, að við urðum benzínlausir. En þá létum við geimfarið bara síga í fall- hlíf til jarðar. Við lentum í Kyrrahafinu og kom „Esja“ og sótti okkur og fór með okkur lieim til Breiðdalsvíkur. Magmís Sigurðsson, 11 ára. MORGUNN í LÍFI 12 ÁRA STÚLKU „Olga mín, vaknaðu! Þú verður of sein í skólann, ef þú flýtir þér ekki.“ Olga Gísladóttir opnar augun með erfiðismunum og stynur upp: „Alltaf að vakna á hverjum morgni. Uff.“ Hún stendur þó upp, vill síður verða of sein í skólann. Síðan klæðir hún sig í fötin í flýti og fer fram í eldhús til mömmu. Olga er tólf ára hnáta, lítil vexti, með VORIÐ 191

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.