Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 50

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 50
rauögullið hár, íreknótt og með blá augu. Hún gleypir í sig matinn í flýti, klæð- ir sig í úlpu og skó og kveður mömmu sína. Síðan hleypur hún af stað í skól- ann með skólatösku undir hendinni. Hún mætir Lísu, vinkonu sinni, á einu horninu og verður samferða henni í skólann. Er í skólann kemur, hleypur á móti þeim stærsta stúlkan í bekknum, Þor- gerður að nafni, og segir: „Sælar verið þið, stúlkur mínar. Haf- ið þið heyrt nýjustu fréttir, við fáum að fara í skíðaferðalag á mánudaginn!“ „Nei, þú segir ekki, þá verður nú gaman!“ hrópar Lísa. „Já, það segi ég með þér,“ segir Olga og hoppar upp af kæti. „En Grétar getur ekki farið, hann fótbrotnaði í knattspyrnu í gær,“ held- ur Þorgerður áfram, „og þá verður ekki nógu gaman, því að hann lífgar allt upp, og svo eru Árni og Ragnar hættir við að fara, af því að Grétar get- ur ekki komið.“ „Þetta er nú það allra lélegasta ástancT, sem ég hef frétt um í tólf ár!“ andvarpar Lísa og setur upp fýlusvip. „Og Haukur kennari ætlar kannski að hætla við að fara með okkur út af þessu atviki,“ heldur Þorgerður enn áfram. „Já, það liggur við að mér finnist það alveg rétt af honum,“ segir þá Olga. ,.Já, svona er Iífið,“ segja þær allar í kór og dæsa. Aslaug Haraldsdóttir, Reykjavík, 11 ára. 192 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.