Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 6

Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 6
* **** * **+* * * * * * >f * )<- * x- * * *** **************+* )«■)<->«■)♦•+)»• )f)f ** Við skulutn hefja rabbið að þessu sinni með dæmisögu um kærleikann, þar sem jólin eru á næsta leiti. Trúboði mætti Iítilli, kínverskri telpu, sem rogaðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði,“ svaraði hún. „Þetta er hann bróðir minn.“ Þessi saga minnir okkur á það, sem mannkynið skorlir mest nú á tímum, bræðralagshugsjón milli manna og þjóða. Þetta eiga jólin að minna okk- ur á. Geimfararnir, sem hingað komu í haust, sögðu að geimferðir gerðu okk- Rnbbnð við (esendur ur ljóst, að við húum öll á sama linett- inum, og því þyrfti að vinna að friði meðal jarðarbúa. Jólin gefa börnunum hvíld frá skóla- bókunum og tækifæri til að lesa skemmtilegri bækur. Mikið kemur út af liarnabókum um jólin bæði þýddum og frumsömdum, og ég veit að mörg börn hlakka til að lesa jólabækurnar sínar. I þessu blaði er einnig ýmislegt um jólin bæði kvæði og sögur. En jólaboð- skapurinn vekur alltaf það bezta í sál okkar. Jólaósk mín til ykkar er sú, að þið megið varðveita sem lengst jóla- gleðina. Vorið flylur þeim iillum þakkir, sem greitt hafa það skilvíslega, bæði útsölu- mönnum og áskrifendum, og væntir þess, að þeir, sem eiga það eftir, geri það hráðlega. Blaðið stendur í þakkarskuld við út- sölumenn sína, og hef ég haft mikla ánægju af að kynnast mörgum þeirra. Vorið sendir öllum lesendum sínum bezlu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. E. Sig. -ic-K-K *-»<*+* ****+ * -X -X-k -K-K-k-ic-K -*-** -***-»**++++++++ + + * ++++++ +++++**+ 148 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.