Vorið - 01.12.1970, Page 7

Vorið - 01.12.1970, Page 7
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK: Sumorœvintýr Systkin, lækur og sól. Allan síðsumardaginn höfðu þau leik- ið sér við bæjarlækinn, sem liðaðist hljóðlega gegnum túnið, eftir leirrauð- um farvegi sínum, í lygnum og smá- streymi, 'blárri en lindir himinsins, sem speglaði livít, léttfleyg ský sín í fleti hans. Systkinin höfðu ýmist vaðið berum fótum um ójafnan botn hans, eða bara setið á grænum hökkunum og látið fæt- urna leika í hlýju vatninu. Kannske hafði lonla eða smásili skyggnzt undan holbakka, eða þá bara legið móti straumnum og japlað smáum tálknunum. En þegar börnin sáu lonturnar, fyllt- ust þau veiðihug. Þau krupu niður á bakkann og reyndu varfærnislega að nálgast þær með berum höndunum. En lontan er stygg og sleip í hendi eins og gæfa manns, og sj aldan gálu þau gómað nokkra bröndu, þá færðist í þau kapp veiðieðlisins, og þau óðu út í hyl- inn og dyfu liöndunum á kaf í vatnið, en ailt kom fyrir ekki. Og þetta gerði ekkerl til, veiði þeirra átti sér engan lilgang, nema taka þátt í leik dagsins, lækjarins og sólarinnar. En kannske þó? Bróðir var hugkvæmur snáði, og hann lók tóma tunnu, sem átti að afgisa í læknum, og lagði hana í hylinn. Og viti menn, inn í tunnuna synli lítil lonta í forvitni sinni, og þá voru systkin- in fljót á sér að reisa upp tunnuna og lontan var fangi þeirra. En þau höfðu enga áætlun um feng sinn. Að vísu vildi systir láta lontuna vera þarna alllaf, þar til hún yrði stór silungur, og færa þá mömmu hana í matinn. En þetta var auð- vitað alltof heimskuleg uppástunga til að svara. Þess vegna sleppti drengurinn VORIÐ 149

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.