Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 8
lontunni aftur í hylinn og sá að hér var
hennar staður.
Þarna mátti líka fara á sjó. Systkinin
tóku því þvottabalann hennar mömmu
og fleyttu honum út á hylinn og settust
upp í. Þau sigldu um víðattur þessa út-
hafs á glæstu fleyi, komu víða við á ó-
kunnum töfralöndum og færðu björg í
bú. Ef skipi þeirra hlekktist á og hvolfdi
snögglega, svo að farmenn þess og far-
kostur lentu í hafið, var stutt til lands,
og sólin sem skein allan daginn þurrk-
aði föt þeirra fljótt.
En börnin urðu svöng, og þá hlupu
þau heim til mömmu og fengu nýbakaða
flatköku með þykku, rauðu smjöri, sem
mamma hafði smurt út á yztu jaðra.
Þau hlupu með brauðið út að læknum
aftur og settust í grænan hvamm hans
og nutu þessa ljúffenga réttar. Og þau
lögðust fyrir með hönd undir hnakka
og horfðu í gegnum ský loftsins, sem
liðu fram og tóku á sig ótal myndir á
för sinni yfir himininn. Stundum líkt-
ust þau hásigldum skipum með gínandi
trjónum, á næstu augnablikum hreyttust
þau í dýr eða menn. Þessar kvikmyndir
loftsins veittu börnunum svo margar
yndisstundir, að sólin var langt gengin
vestur, er athygli þeirra heindist aftur
að læknum og lífinu hið næsta sér.
Hér í hvamminum við lækinn átti að-
alblóm túnsins höfuðstöð. Hófsóleyjan.
Hún hófst á gildum legg móti 'himni
sínum, og ofarlega á leggnum uxu út
hófblöðkurnar fagurgrænu, sem héldu
blóminu gullna í lófa sér. Þetta blóm
elskuðu börnin meir en fífil og smára,
því mat þeirra var meira mat fegurðar
en hags. Hófsóleyjan var leiksystir
þeirra og umgjörð veruleika þeirra, svo
einlæg og blíð eins og æska þeirra og
umhverfi.
Krían, þessi skrýtni fugl, sveif yfir
læknum, stundum stöðvaðist hún í loft-
inu, blakaði löngum vængjunum og
starði niður í hylinn, svo steypti hún
sér eldsnöggt niður í liylinn og kom
upp aftur með ofurlítið, gljáandi síli í
nefinu og flaug hurt. Þetta þótti drengn-
um vel af sér vikið, og þó að hann elsk-
aði kríuna minna en aðra fugla, dáðist
hann að snarleik hennar og fimi. En
stúlkan sagði að krían væri vondur fugl
að taka litla sílið, því stelpur eru svo
viðkvæmar.
En hörnin fóru að fleyta kerlingar.
Þau fundu flöt, lítil helluhlöð í eyrinni,
þessi hellublöð gátu skoppað óralangt
eftir vatninu, ef laglega er fleytt og að
sjálfsögðu komust hellur drengsins
miklu lengra en stúlkunnar. í eyrinni
fundu þau einnig marglita steina og
jafnvel kuðunga og hún veitti þeim
marga ánægjustund, svo rík sem hún var
af djásnum.
En börnin höfðu ekki tekið eftir því,
að sólin hafði nú rennt sér hak við
fjöllin í vestri og kvöldrökkrið blátt og
djúpt hjúpaði hæðirnar og lagðist yfir
flóann og sundin. En himininn, sem
hafði verið svo fagurblár allan daginn
varð skyndilega rauður. Þá kom telp-
an auga á gullinn hnött, sem hófst yfir
hálsana í austri. Hún hrópaði: Nei,
bróðir, sjáðu! Hvað er þetta? Drengur-
inn horfði lengi þögull á þetta undar-
lega fyrirbæri kvöldsins, og svaraði
systur sinni engu.
En systir uppgötvaði að hnötturinn
150 VORIÐ