Vorið - 01.12.1970, Page 16

Vorið - 01.12.1970, Page 16
 HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON: Jólakvæði Þegar yfir yztu slóð'um enginn lítur sól, inn í bæi, höll og hreysi hringja klukkur jól. Brosa þeir, sem bölið herti, beiskjan missir völd. Hverjum manni um hjartarætur hlýjar jólakvöld. Þeir, sem göfugt hjarta höfðu, honum fylgdu bezt. Hræsnisblæju sundur svipt ’ann sannleik unni mest. Orð, sem hittu, ýfðu kaunin. Æðstu prestum brá. Hann var dæmdur, níddur, negldur nakinn krossinn á. Hj á oss öllum haldin eru heilög jól af því, að fyrir löngu fæddist drengur fjárhúsjötu í. Unga konan ei gat fengið annað húsaskjól. Fáskrúðug að formi voru fyrstu kristin jól. Sveinninn óx og sálum færði sólarbirtu og yl. Gengu þeir, sem haltrað höfðu, heilir starfa til. Dumbir heyrðu hitað mildi hjarta drottins slá. Brún af nýjum, björtum degi blindir fengu að sjá. Jólabarnið hjartahreina, hugir minnast þín. Gegnum myrkur allra alda eilíf stjarna skín. Heyra má úr öllum áttum óma þakkargjörð. Þungt vér dæmum þá, sem níddu þig á vorri jörð. Það er engum fært að feta í fótspor meistarans. Sá, er reyndi, svikinn yrði af samtíð minni og hans. Ævi Krists var sorgarsaga, sem er alltaf ný. Liðnar aldir hófu hana helgiljómann í. -fc-K-fc-K-K-K-Mc-K-Mc-K-Mc-fc-tc-fc-fc-K-fc-K-K-fc-K-fc-k-fc-K-Mc-Mí-fc-k-fc-K-X-fc-fc-fc-fc-fc-K-Mc-K-fc-K-K-K-fc-fc-fc-fc-K-K-fc-fc-K-íi 158 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.