Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGAN:
JULES VERNE:
Gront shipstjóri og börn hons
HANNES J. MAGNÚSSON þýddi.
FJÓRÐI KAFLI
Á þrítugasta og sjöunda breiddarstigi
Það var almennur fögnuður meðal
skipverja á „Duncan", þegar fregnir
bárust af ákvörðun Paganels. Róbert
'hljóp upp um hálsinn á honum, svo að
þessi lærði maður var því nær dottinn á
þilfarið. „Þetta er efnilegur snáði,‘‘
mælti hann. „Ég skal taka að mér að
kenna honum landafræði.“
Þegar þess er gætt, að John Mangles
ætlaði að gera hann að góðum sjó-
manni, Glenvan ætlaði að gera úr hon-
um mann „með hjartað á réttum stað,“
majórinn ætlaði að kenna honum æðru-
leysi, IJelena ætlaði að ala hann upp
sem göfugmenni og mannvin, og María
hafði ásett sér að kenna honum þakk-
læti, var það deginum ljósara, að það
hlaut að verða fyrirmyndar maður úr
þessum pilti.
Sjöunda september rann „Duncan“
fyrir blásandi 'byr yfir miðjarðarlínuna
og komst þar með á suðurbvel jarðar.
Allir skipverjar Iiáru þá von í brjósti,
að ferðin mundi takast vel, og bjart-
sýnastur af öllum var þó skipstjórinn
sjálfur. Ef til vill hefur þessi bjartsýni
átt rætur sínar að rekja til þeirrar ein-
lægu óskar að geta orðið Maríu Grant
að liði, því að hann var farinn að hafa
162 VORIÐ