Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 37
allir enskir konungar liafa veriS krýnd-
ir síðan Vilhjálmur Bastarður var og
hét. Síðan gengum við inn í kirkjuna.
Og það var ekki ofsögum sagt að hún
væri fögur, að minnsta kosti hef ég
aldrei séð svo fagra kirkju. Maður gjör-
samlega fellur í stafi, þegar komið er
inn í kirkjuna. Þvílíkt skraut hafði ég
aldrei áður séð. Eg var eins og í leiðslu
og til vonar og vara kleip ég í handlegg-
inn á mér til að athuga, hvort mig væri
nokkuð að dreyma, en sem betur fór
fann ég að ég var vakandi. Að lokum
gengum við svo út úr þessari fögru
kirkju og í átt að „Houses of Parla-
ment“ þar sem ihin víðfræga klukka „Big
Ben“ er staðsett. Er við komum að hlið-
inu stóð þar fílefldur og ekki árennileg-
ur lögreglumaður. Skildist mér á honum
að enginn fengi að koma inn fyrir,
vegna þess að „BBC“ var að taka eitt-
hvað upp þar inni. Fórum við þá burtu,
fengum okkur bíl og ókum að skrifstofu
Flugfélags íslands og hittum þar Jóhann
Sigurðsson og undirmann hans Róbert
Miller. Var þar spjallað lengi og að lok-
um fórum við Sóley og Grímur heim á
hótel en Sveinn varð eftir lil að hafa tal
af blaðamönnum. Um kvöldið fórum við
svo í bíó. Hét myndin „Paint your
wagon“. Þetta var ákaflega „flott“ bíó
og myndin sérstaklega skemmtileg.
Morguninn eftir vöknuðum við
snemma, borðuðum góðan morgunverð
og fórum svo í dýragarðinn. Þar var nú
margt að sjá. Fyrst sáum við uglur af
mörgum stærðum og gerðum. Síðan fór-
um við í páfagaukahúsið. Þar inni var
mikill hávaði. Grímur hætti sér bara rétt
í dyrnar en flúði svo út aftur. Hann hef-
Grímur, Sóley og Sveinn.
ur líklega ekki verið vanur slíkum
hávaða. Er við höfðum skoðað páfa-
gaukana og fundið Grím fórurn við að
skoða apana. Þeir litlu vöktu mesta at-
hygli. Því næst fórum við og litum á
stærri dýrin. Þar sáum við t. d. antílóp-
ur, Ijón, tígrisdýr, gaupur, gíraffa, fíla
og pínulitla kengúru. Við gengum svo-
lítið lengra og sáum þá mikið af fólki
í kringum einhvern hringlaga pall. Er
við komum nær sáuin við að uppi á
pallinum stóð maður og hjá honum fíls-
ungi. Allt í einu renndi fíllinn rananum
niður í vasa mannsins og náði jjar í eitl-
hvað góðgæti. Stakk liann því umsvifa-
laust upp í sig og „brosti“ svo út að eyr-
um. En ánægja hans var skammvinn,
því að skömmu seinna tók maðurinn í
ranann á fíln-um og teymdi liann með
sér inn í fílahúsið. Á leiðinni út úr garð-
inum skoðuðum við svo mörgæsirnar.
VORIÐ 179