Vorið - 01.12.1970, Page 41

Vorið - 01.12.1970, Page 41
lykli. Svo náði liann í hárolíuflöskuna, sem hann þekkti á laginu, þó dimmt væri. Hann strauk sigri hrósandi dálitl- um slunk af vökvanum yfir hárið. Hann var að verða nokkuð seinn —- fyrstu gestirnir voru víst komnir — og hann flýtti sér niður. Já, þeir voru í anddyr- inu hjá Oddu. Hann gat ekki stillt sig um að hlæja. Hann taldi sig hafa séð við systur sinni. — Aprílsglópur, hvíslaði hann um leið og hann fór fram hjá henni. — Eg náði í flöskuna. Adda leit brosandi á hann. Gestirnir hlógu líka — tryllt og æðislega. — Hvað hefurðu gert við hárið á þér, Steini? spurði einn þeirra, hálf- dauður úr hlátri. Alll í einu hafði Steinn það á tilfinn- ingunni að hann væri hlátursefnið. Hann horfði hálfsmeikur í næsta spegil og rak upp skaðræðisvein. Fallega ljósa hárið hans var orðið svart. Kolsvart! Það er að segja sums staðar. Aðeins þar, sem hann í myrkrinu hafði nuddað hár- olíu Oddu á lokkana. Hann var hræði- legur útlits. í rokhvelli flýtti hann sér burtu frá gestunum og upp í herbergið sitt, en ekki svo fljótt að hann heyrði ekki hávær hlálrasköllin og stríðnislegt kall Öddu: — Þú ert sjálfur aprílglópur, Steinn litli! Ég varð að hella svörtu litarefni á flöskuna mína, losa um peruna í her- berginu mínu, til þess í eitt skipti fyrir öll að kenna þér að eignarrétturinn er heilagur og friðhelgur — einnig 1. apríl! Steinn nísti tönnum af reiði, en brátt rann það upp fyrir honum, að þetta væri verðskulduð refsing honum til handa. Stuttu síðar tók hann þátt í gleðskapnum hreinskrubbaður og vatnskembdur. En hann reyndi aldrei aftur að taka eigur systur sinnar í óleyfi. Hann vildi ekki eiga á hættu að „skara frant úr“ sem aprílsglópur aftur. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. / leikfimitímanum áttu nemend- urnir aS leggjast í gólfiS og „hjóla“. En einn pilturinn sat alveg kyrr. — Hvers vegna hjólar Jní ekki? spurSi kennarinn. — Nei, J>aS er sprungiS hjá mér, svaraSi pilturinn. ★ Asa gatnla jór meS flugvél í fyrsta skipti. Flugþernan fœrSi jarjtegunum tyggigúmí áSur en flugvélin hój sig á loft. — HvaS á ég aS gera meS Jtetta? spurSi Ása. — ÞaS á aS nota svo aS þú fáir ekki ójiœgindi í eyrun, Jtcgar flugvél- in liœkkar sig, svaraði flugjternan. — Hálfri stund síSar voru þau komin á ákvörSunarstaS. ASur en Ása gekk út úr flugvélinni fór hún til flugþernunnar og sagSi: — ÞaS er auSvelt aS segja, aS viS eigum aS hafa tyggigúmí í eyrunum, en nú verSur þú líka aS segja mér, hvernig viS eigum aS ná Jmí aftur. VORIÐ 183

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.