Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 43

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 43
Hér er Arngrímur Jóhannsson að setja benzín á flugvél, sem mikið hefur verið notuð til kennsluflugs. Hún er ensk af gerðinni Auster MK5 og getur flutt þrjá faraþega auk flug- manns. á tveimur flugvöllum. Kennarinn hjálp- ar nemandanum aS átta sig á landslagi eftir lcorti og leiðbeinir honum í aðflugi að hinum ókunnu flugvöllum. Nemand- inn fer síðan sömu leiðina einsamall, og fa;r skrifað upp á lendingarvottorð á flugvöllunum. Öll gögn eru síðan send loftferðaeftirliti ríkisins, en Samgöngu- málaráðuneytið gefur jlugskírteinið út. Lágmarks flugtími fyrir einkaflugprój er 60 klst. og hver flugtími kostar frá kr. 700—1200; og fer það eftir gerð kennsluvélar, það má þó gera ráð fyrir að einkaflugpróf kosti ekki undir kr. 60.000. Og hvaða gagti má svo hafa af eirlka- flugprófi? Því er auðvitað vandsvarað. Flestir sem að öðru jöfnu þurfa ekki að ferðast mikið hafa náttúrlega takmark- Qð gagn af slíku prófi, og jafnvel þótt ferðalög vœru nauðsyn, þá er einkaflug- vélin ákaflega takmörkuð í slœmum veðrum. Eflaust verður einkaflugpróf aldrei eins almennt og bílpróf, þótt bil- ið mœtti vissulega minnka. Hér á Akur- eyri eru 12 einkaflugmenn, en miHi 7 og 8 þúsund bílstjórar, 2 einlcaflugvélar og sennilega yfir 2 þúsund einkabílar. Einkaflugprófið er því jyrir flesta jyrst og fremst „sport“. Ákaflega skemmtilegt, en dálítið dýrt. Það gefur tœkijœri til að sjá og athuga staði, sem annars vœri ekki líini og tœkifœri til. T. d. er í einni stuttri flugferð hœgt að grandskoða Glerárdal, Vindheimajökul, TröllafjaU og Kerlingu. Þetta er auðvit- að ekki eins náin snerling við náttúruna eins og fjallgöngur, en það breytist e. t. v. þegar þyrilvœngjur eða flugvélar, sem geta lent lóðrétt, verða almennari og ódýrari en þœr eru nú. VORIÐ 185

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.