Vorið - 01.12.1970, Side 44

Vorið - 01.12.1970, Side 44
ÞÓRODDUR JÓHANNSSON: Land§mot U.M.F.l. Á næsta ári, 10. og 11. júlí, verSur 14. landsmót Ungmennafélags Islands -háð á Sauðárkróki, og sér Ungmenna- samband Skagafjarðar um undirbúning mótsins. Að undanförnu hefur verið unnið að gerð íþrótltamannvirkja á Sauðárkróki og verður þar ákjósanleg aðstaða, bæði fyrir keppendur og al- menna mótsgesti. Landsmót U.M.F.Í. eru yfirleitt lnild- in þriðja hvert ár, lil skiptis hjá béraðs- samböndunum og þykja jafnan merkir viðburðir, félags- og íþróttalega séð, enda mjög lil þeirra vandað. Má segja að mótin séu að vissu leyti hápunktur- inn í slarfi ungmennafélaganna í heild. Edda Lúdvíks- dóttir, Sauðár■ króki, ein efni- legasta frjáls- íþróttakona landsins. Átti t. d. Islandsmet í hástökki innan- liúss um tíma Dagskrá landsmótanna hefur ælíð ver- ið fjölbreytt og þjóðleg í senn. íþróttir skipa veglegan sess á landsmótunum. Á þeim hefur oft veriö háð tvísýn, spenn- andi og drengileg keppni, sem gaman væri að rifja upp, en bíöur betri tíma. Á undangengnum landsmótum hafa fjölmennar fimleika- og þjóðdansasýn- ingar sett glæsilegan svip á dagskrána. Svo var t. d. á Eiðum 1968. Þar fór fram fimleikasýning rúmlega 100 ung- menna af Austurlandi og vakti eftir- minnilega athygli. Á landsmótunum er keppt í frjálsum íþróttum, sundi, handbolta, knattspyrnu, körfuknattleik, glímu, skák og ýmsum greinum starfsíþrótta. Á síðasta lands- móti voru keppendur nær eitt þúsund, auk þátttakenda í sýningaflokkum. Einstaklingar og félög leggja mikla áherzlu á að undirbúa þátttöku sína á landsmótum sem -bezt, svo árangur verði sem glæsilegastur. Eru mótin því eflaust mikill aflgjafi íþróttastarfsins í land- inu. Landsmótin hafa unnið sér heiðurs- sess í huga yngri sem eldri ungmenna- 186 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.