Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 19
Séra Magnús Helgason, skúlastjóri. Yorið 1914 var kalt og úrfellasamt, en í minningum mínum er það að sumu leyti mesta sólar-vor, sem ég hef lifað. Svo skemmtilegt þótti mér þetta námsskeið. Aðalkennarar námsskeiðsins voru: skólastjórinn, séra Alagnús Helgason, Sigurður Guðmundsson, síðar skóla- meistari, doktor Ólafur Dan Daníelsson og Jónas Jóns- son frá Hriflu, sem nú er einn á lífi af þessum fjórum afburðamönnum. Það er álit margra, sem þessa menn þekktu, er þeir unnu allir saman við Kennaraskólann, að aldrei hafi slíkt mannval starfað samtímis við einn og sama skóla á ís- landi. — Haustið 1915 fór ég svo í Kennaraskólann og naut handleiðslu þessara ágætu manna um tveggja vetra skeið. Sr. Magnús Helgason er fæddur í Birtingaholti í Ár- nessýslu hinn 12. nóvember 1857. Faðir hans var Helgi Magnússon frá Langholti, en móðir Guðrún Guð- mundsdóttir, bónda í Birtingaholti. Var hann kominn af merkum bændum langt í ættir fram. Hann tók guð- fræðipróf tuttugu og tveggja ára gamall, en vígðist fjór- um árum síðar að Breiðabólsstað á Skógarströnd á Snæ- fellsnesi. Eftir tveggja ára þjónustu þar, fluttist hann að Torfastöðum í Biskupstungum og var þjónandi prest- ur til ársins 1904, er hann gerðist kennari við Flensborg- arskólann í Hafnarfirði. Þegar Kennaraskóli íslands var stofnaður 1908, varð sr. Magnús fyrsti skólastjóri hans. Sr. Magnús stundaði prestsþjónustu alls í 22 ár, en kenndi oftast eitthvað með prestsstarfinu á hverjum vetri. Talið er að sr. Magnús hafi stundað kennslu meira eða minna í fimmtíu og þrjú ár. Hann andaðist 21. október árið 1940, nær því áttatíu og þriggja ára. Sr. Magnús Helgason var kvæntur Steinunni Skúla- dóttur frá Móeiðarhvoli. Þau hjón voru barnlaus, en ólu upp fósturbörn tvö eða fleiri. Þegar sr. Magnús gerðist skólastjóri Kennaraskólans var hann rúmlega fimmtugur að aldri. En þá hófust að sumu leyti hans blómaár, og lengst verður hans minnst sem fyrsta skólastjóra Kennaraskólans. Útför sr. Magnúsar var fjölmenn, hátíðleg og virðu- leg. Minningargreinar um hann birtust í blöðum og timaritum. Eg var einn þeirra, er rituðu minningar- grein og birtist hún í Tímanum og síðar í Menntamál- um. Ég ætla að taka hér upp nokkra orðrétta kafla úr þeirri minningargrein, til að reyna að bregða upp fyrir lesendum þessa þáttar þeirri mynd af hinum ástsæla skólastjóra, sem lifir í mínum minningum. Að síðustu ætla ég að láta sr. Alagnús sjálfan kynna sig lesendum, með því að taka hér upp ævintýri, sem hann sagði nemendum á kvöldvöku í Kennaraskólan- um. Um kennslu sr. Magnúsar segir svo í minningargrein minni: „I kennslustundum var sr. Magnús öllum prúðari og glaðari. Mér er hann enn í minni, þar sem hann geldc að kennaraborðinu, brosmildur og hlýr, byrjaði sam- stundis kennsluna og spurði hvern einstakan eða sagði frá jöfnum höndum. Ég minnist þess, hve gott var að vera spurður af honum. Það voru einhver andleg tengsl eða hugsanasambönd milli hans og nemandans, sem hann notaði þannig, að á svipstundu hafði hann náð fram í dagsljósið öllu, sem nemandinn kunni einhver skil á, og stundum fannst manni sem allir stæðu sig jafnvel hjá sr. Magnúsi, en þó var það oftast, að í lok samtalsins skaut hann að einni eða tveimur spurningum, sem reyndu á þolrifin, og var sem hann vildi þá forða nemandanum frá þeirri háskalegu villu, að hann teldi sig allt vita, því að engum var það fjær en sr. Magnúsi, að vilja stuðla að ofmetnaði eða yfirlæti. Ég held að sr. Magnús og Þorsteinn Erlingsson hafi báðir verið ástfangnir af íslenzkri tungu, ef hægt er að komast þannig að orði. Fegurri og mýkri meðferð hef- ur móðurmálið sjaldan hlotið en í kennslustundum sr. Magnúsar. Þótt hvert hans orð hefði verið hraðritað jafnótt, myndu þar engin lýti hafa fundizt. Mál hans var laust við alla sérvizku og fomyrða eftiröpun, en það féll stuðlað af vörum hans með kynngikrafti forn- bókmenntanna og fegurð, — og andlit hans ljómaði, er hann tvinnaði frásögn sína með orðréttum setningum úr gullaldarmáli íslendinga, og frásögur um drenglyndi og .afreksverk fornmanna, hef ég aldrei heyrt betur hljóma en í frásögn sr. Magnúsar.“ Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.