Heima er bezt - 01.08.1963, Side 7

Heima er bezt - 01.08.1963, Side 7
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Svipleiftur af söguspjöldum (Framhald) Þrjátíu fyrirsát fremja, fella skal vopndjarfa bræður. — Draumfarir náttar dirfa. Dagurinn lyktum ræður. Orrusta. — Tíu gegn einum, ærinn er munur til flótta. Hugdirfð og hreysti ráða, hetjur kenna ei ótta. Vígsgleði vakir í brjósti, valur á jörðu fellur, maður stendur gegn mönnum, móður í brjósti svellur. Kolur kallar sig jafnan Kolskegg til allra víga, rayna skal nú til raunar hvor rekkurinn fyrr mun hníga. Kolskeggur vígreifur veifar vopni að Kol af fimi, saxið að fæti flýgur, — fer um hetjuna svimi. „Eigi þarf á að líta, af er — Kolur, þinn fótur. Vænt er þú verður ei framar á víganna ferli skjótur.“ Kolur á stúfinn starir, stynur og dauður hnígur. Hafið er Heljargjaldið. — Hrafn yfir náinn flýgur. Fallinn er Hjörtur — en fjórtán fjandmenn þar liggja vegnir, sextán af hólmi hörfa hæddir, en lífi fegnir. Einn kafli úr svipríkri sögu. Saxið og atgeirinn. Gunnar og Kolskeggur. Aðlöðun efnis. Örlög. Fornsagnabrunnar! Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.