Heima er bezt - 01.08.1963, Side 11

Heima er bezt - 01.08.1963, Side 11
Einar Hjaltason á hesti sínum Baldri. Myndin tekin liklega um 1905—10. Ýmsum fannst nú ef til vill, að gamli maðurinn væri að skipta sér af því, sem honum kæmi lítið við, og þoldu enda misjafnt frýjunarorð Einars. Þó var hann ekki látinn gjalda þess í neinu. Vissu það allir og viður- kenndu, að hann mátti djarft um tala, því að hann, sjálf hetjan, bauð öllu byrginn. Teinréttur var hann og ítur- vaxinn og kraup hvergi fyrir Elli kerlingu. Það var eitt sinn með því síðasta, sem Einar var í sjó- vinnu í Vík, að kennari nokkur hafði flutt í Mýrdal- inn. A sumrin stundaði hann einnig uppskipunarvinnu. Þetta var á „Farsæl“, stærsta uppskipunar-skipinu í Víldnni. Einar sagði þá eitt sinn, að hann gæti ekki þolað þessa „dólga“, sem lifðu á launum úr ríkissjóði, en væru þó að snapa eftir annarra rnanna vinnu. Kennaranum, sem annars var mesti hægiætismaður, varð skapbrátt og mælti af nokkrum þjósti: „Við lifum á tvennu, Einar, — ég lifi á launum úr ríkissjóði, að þinni sögn, en þú lifir á fornri frægð.“ Einar setti hljóðan og svaraði engu. Þótti mönnum kennarinn hafa sært gamla manninn með þessu svari. Mikill ferðamaður var Einar Hjaltason, áður en sam- göngur bötnuðu með opnun sjóleiðarinnar í Mýrdal- inn. Rekstrarferðirnar mun hann hafa farið margar til Reykjavíkur. Þá munu og „Bakka“-ferðirnar hans hafa verið æði margar, áður en verzlunin fluttist inn í hérað- ið. Ferðamaður var Einar talinn ágætur og ódeigur við vötnin ströng. Ein var sú ferðin Einars, sem skylt er að geta sérstak- lega. Hana fór hann á árunurn á milli 1920—30. Tók hann sig upp og hélt til Reykjavíkur í skammdegi þess árs. Eigi var hljóðbært, hvert erindi hans væri. Þor- grímur hét skipstjóri í Reykjavík á togaranum Baldri. Kona hans var náfrænka Einars Hjaltasonar. Þangað lagði nú Einar leið sína í þeim erindagerðum að taka sér fari til Bretlands með Baldri, sem þá var á ísfisk- veiðum. Og utan fór Einar. Um það var eigi að efa. Eflaust hefur honum fundizt „Ægir“ grettur og glett- inn í viðskiptum á þessari skammdegisferð sinni! Þá er Einar kom heim aftur í Mýrdalinn, kunni hann frá mörgu að segja úr utanför sinni. En eigi lét hann sér það nægja að svara spurningum þeirra, er heima sátu. Elann skrifaði ferðasögu sína og lét vélrita hana og lánaði síðan sveitungum sínurn blöðin til aflestrar. Þótti þessi för Einars hin ágætasta, sem hún og raun- verulega var. Það var við Heiðarrétt, sem ég sá Einar Hjaltason í fyrsta sinn, og var það í fyrsta sinn sem ég fékk að fara þangað haustið 1920. Mér er það enn minnisstætt, hversu vel hann stjórnaði í skilaréttinni, því réttarbóndi þeirra tlvammshreppsbúa var hann alla tíð, frá því að hann bjó á Stóru-Heiði og allt til dauðadags. í síðasta sinn er ég sá Einar Hjaltason, var ég að koma úr Höfðabrekku afrétti um haust. Að venju var okkur smalamönnum boðið heim að Kerlingardal til að þiggja veitingar. Einar kom inn í stofu að vanda og spurði okkur frétta úr smalamennskunni. Þá sá ég, að honum var brugðið. Þó var hann teinréttur sem jafnan áður, en augun voru búin að missa ljóma sinn, og fölvi var á ásjónu hans. Við kvöddum svo Einar Hjaltason og Kerlingardal, en fáeinum vikum síðar var hann látinn. Það mátti með sanni um hann segja, sem Stephan G. Stephansson sagði: Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast. Einar Hjaltason og Ingibjörg kona hans eignuðust þrjú börn, og voru þau þessi: Svanhildur, gift Bjarna Kjartanssyni, kaupfélagsstjóra í Vík; Sigurbjörg, gift Magnúsi Einarssyni pósti, sama staðar, og Haraldur, kvæntur Guðlaugu Andrésdóttur. Haraldur bjó eftir föður sinn um langa hríð í Kerling- ardal. Öll voru börn þeirra hjóna, Einars og Ingibjargar, ltin mannvænlegustu og sterkir stofnar í sjón og raun. Einar Hjaltason var fyrsti landnemi Víkur-kauptúns, en það var ekki hans viðfangsefni að „lúta“. Hann flutti sig í burtu aftur, er þar fór að fjölga byggðinni. í Kerl- ingardal var rýmra svið fyrir hann. Þar var hann frjáls og sjálfstæður, eins og hann var til þess borinn. Hár og beinn, frjáls og sjálfstæður stendur hann mér fyrir hugarsýnum enn í dag. Gullnir lokkar prýddu höfuð hans á yngri árum. En aldinn bar hann höfuð hátt eins og víkingur frá söguöld. Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.