Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1963, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.08.1963, Qupperneq 29
Hildur Inga: ANNAR HLUTI: Á Heiði gekk lífið sinn vanagang; sömu störf unnin á sama hátt á sínum vissu tímum eins og áður; regla og stjórnsemi höfðu alla tíð verið ríkjandi þar og svo var enn. Hið eina, er hafði breytzt, var Jórunn. Hún gekk að vinnu eins og áður, en var köld, þögul og fáskiptin. Hún hafði áður verið hrókur alls fagnaðar, ræðin og glaðvær. Dillandi hlátur hennar hafði smitað alla á heimilinu. Nú talaði hún aðeins ef á hana var yrt, og enginn hafði séð hana brosa síðan um haustið. Dagamir liðu, urðu að vikum og mánuðum, og svo var aftur komið vor með hækkandi sól og sunnanþey. En þó að hélurósimar hyrfu af gluggunum og klaka leysti úr jörð, voraði samt ekki í sál Jórunnar á Heiði. Hún var jafn þögul og fyrr. I hjarta hennar var enn gaddur frá fyrsta grimmdarveðri lífs hennar, þegar von- irnar hennar urðu úti. Það var í vikunni fyrir bænadagana, að frétt barst um það að siglingin væri komin, en svo var það kallað, þeg- ar fyrstu skipin komu á vorin með vömmar. Þá varð uppi fótur og fit í sveitinni. Allir þurftu að sjá nýju vörarnar og kaupa til heimilanna, hver eftir sinni getu. Hjónin á Heiði vora vön að fara til þessara vöru- kaupa, og hin síðari ár höfðu þau ætíð tekið dóttur sína með sér. Nú vildi svo illa til, að Halldóra hús- freyja var lasin og treysti sér því ekki til að fara. Erlendur spurði Jórunni hvort hún vildi ekki koma með sér til að velja álnavöru handa heimilinu. Jórunn kvað nei við, sagði að sig vanhagaði ekki um neitt og móðir sín mundi vonandi hressast bráðlega og gæti hún þá farið og valið sjálf það er þyrfti, eins og vant væri. Það varð því Erlendur einn, sem bjóst til ferðar. Þeg- ar hann kvaddi heimilisfólkið lét hann þess getið, að hann myndi heimsækja vin sinn séra Hálfdan á Borg, SEINT FYRNAST ÁSTIR Ný framhaldssaga og væri sín því ekki að vænta heim fyrr en seint um kvöldið. Hann steig því næst á bak Glóa sínum og reið úr hlaði. Glói lék í taumunum, tuggði mélin og dans- aði niður traðimar. Þegar kom niður á eyrarnar við Hamarsá hleypti Er- lendur á harða stökk. Þegar ldárinn hafði stokkið nokk- urn spöl, laut Erlendur lítið eitt áfram, tók þéttings- fast í taumana og kippti Glóa niður á dunandi skeið. Þeir flugn áfram; það gustaði um Erlend á fluginu, jörð- in stundi við hófaslátt gæðingsins. Glói var orðlagður skeiðhestur og stríðalinn hvem vetur. Þegar sprettin- um linnti, klappaði Erlendur á háls hestsins og sagði í gælutón: „Ég skal ekki draga af gjöfinni þinni í kvöld, vinur minn.“ Þegar Erlendur kom niður í dalinn, náði hann hóp af fólki, sem einnig var á leið niður í Hamarsfjörð í sömu erindum og hann. Það bættust fleiri og fleiri í förina, menn ræddu um tíðarfarið, skepnurnar, hvort fyrningar myndu verða miklar og svo framvegis. Þegar niður í kauptúnið kom, reið Erlendur frá hópn- um og kom Glóa í húsaskjól. Síðan hélt hann til „Fé- 1 agsverz 1 unarinnar“, en svo var fyrirtæki það kallað sem Agnar Ólafsson hafði veitt forstöðu. Fyrir utan verzlunarhúsið hitti hann nokkra kunningja sína úr firðinum. Hann heilsaði þeim, rabbaði við þá htla stund en gekk síðan inn í búðina. Þar var margt manna fyrir. Erlendur heilsaði á báðar hendur, sneri sér síðan að búðarborðinu til að skoða vaminginn, er lagður hafði verið fram til sýnis. Allt í einu kipptist hann við — hann horfði ísköldum, stingandi augum á manninn fyrir inn- an búðarborðið. Þar stóð Agnar Ólafsson, fínt klæddur, fagur og glæsilegur að vanda, aðeins dálítið fölur og mun horaðri en um haustið. Þeir horfðust í augu nokkur augnablik. Þá hreytti Heima er bezt 289

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.