Heima er bezt - 01.08.1963, Side 33

Heima er bezt - 01.08.1963, Side 33
þegar einhver hefur misst þetta allt, hvað á hann þá eftir? Jú, lífið sjálft á að heita eftir — en hvors konar líf? Eins og ferðalag í grárri, hráslagakaldri þoku, þar sem maður eygir ekkert takmark, engan hvíldarstað. Já, þannig er það, Agnar, eins og maður sé dauður, þó að lifandi eigi að heita.“ Agnar var orðinn náfölur. Hann gekk til Jórunnar og rétti hendurnar í áttina til hennar. „Fyrirgefðu mér, Jórunn! Gefðu mér tældfæri til þess að bæta fyrir þessi hræðilegu mistök.“ „Mistök! Já, það er alveg rétt. Það eru mistök, hræði- leg mistök eins og þú segir — en ekki hjá mér, þó að ég tryði þér og treysti. Það var barnaskapur. Ef til vill voru það ekki heldur mistök hjá þér, þó að þú svikir mig. Það var varmennska. Mistökin eru hjá Guði. Það eru mistök hjá Guði að sltapa menn eins og þig, Agn- ar; menn sem hægt er að kaupa frá loforðum sínum og helgustu skyldum — menn, sem vilja heldur hlusta á hljóm peninganna en rödd hjarta síns og samvizku. Slíkum mönnum er aldrei hægt að treysta.“ „Já, en ást þín, Jórunn! Hún getur ekld verið alger- lega dauð. Þó að ég sé svikari, þá hef ég iðrazt. Engin ást er réttlaus, sé hún heit og hrein, og þannig er ást mín til þín í dag,“ greip Agnar fram í. En Jórunn svaraði: „Þú veizt, Agnar, að maður sem lagður er rýting í hjartastað deyr, og hvað heit sem ástin er deyr hún af tilræði eins og þínu, Agnar. Já, ástin getur dáið undir hruni sinna eigin loftkastala. Því líkt fór fyrir mér í haust, Agnar. Ég hafði byggt mér undurfagra fram- tíðarhöll, en ég gleymdi að rannsaka grunninn. Þess vegna hrundi hún og ég stóð yfir braldnu, — og varð sjálf úti í því vonda veðri.“ Hún lagði hendina á hjarta- stað. „Já, það var eitthvað sem dó innra með mér, og ef það á nokkurn tíma eftír að vakna til lífsins aftur, þá verður það ekki þú, Agnar, sem kallar það til baka, heldur einhver ærlegur maður, sem ég get fulltreyst.“ „Á ég þá að skilja það svo, að þær tilfinningar sem þú barst til mín, séu algerlega dauðar, Jórunn?“ Rödd Agnars var næstum hvísl. „Já, Agnar, þú átt að skilja það svo. Finnst þér það undarlegt? Jafnvel glæsileiki þinn hefur engin áhrif á mig lengur, því að nú veit ég að hann er aðeins á yfir- borðinu — aðeins fagrar umbúðir, en innihaldið svikin vara. Okkar leiðir eru algerlega skildar, Agnar Ólafs- son, en ég vil að síðustu gefa þér eitt ráð: Sýndu nú einu sinni mannslund og kvænstu Solveigu bjálfanum. Farðu ekld jafn svívirðilega með hana og þú fórst með mig. Hún er ekki manneskja til að rísa undir því.“ Þegar Jórunn minntist á Solveigu, leit Agnar upp undrandi. „Á ég að trúa því, Jórunn, að þú biðjir mig í fullri alvöru að kvænast Solveigu?“ „Já, auðvitað. Ég hef aldrei talað í meiri alvöru. Sol- veig er nýjasta leikfangið þitt, en hún er vön að fá það sem hún girnist. Þess vegna mun hún taka það nærri sér að missa þig eftir hinn mikla sigur, sem hún vann á mér í haust. Kvænstu henni, ef hún er svo lítilþæg að vilja þig eftir að þú hefur hlaupið frá henni úti í Kaup- mannahöfn hingað upp tíl íslands til þess að reyna að friðmælast við mig af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um. Ég get ekki látið mér detta í hug að ég sé þér meira virði nú en í haust, þegar þú hljópst burtu frá öllum þeim heitum er þú hafðir gefið mér og gerðir mig að athlægi allra sveitunga minna — það var áreið- anlega mikið talað um „brúðkaupið sæla á Heiði“, Agn- ar.“ „Ég held að ég skilji nú fyrst hvað ég hef gert, Jór- unn, — skilji að brot mitt er svo stórt að það verði ekki fyrirgefið. En eitt ætla ég að segja þér áður en við skiljum. Ég elska þig og þig eina og mun elska þig alla mína ævi. Ég kom hingað í dag rekinn af innilegri iðr- un og heitri þrá, en þó að ég fari nú héðan af þínum fundi jafn særður og vonlaus og þú varst af mínum völdum í haust, hefur þó eitt áunnizt: Þú hefur opnað augu mín. Nú veit ég sjálfur hvað það er að finna til. Ég veit líka annað, Jórunn. Ég veit nú að stærilætið er afar-sterkur þáttur í eðli þínu. Ég gerði þig að athlægi segir þú, og þú sórst að hefna þín. Það hefur þér tek- izt. Þú kannt að hefna þín, bæði á mér, sjálfri þér og öllu okkar ólifaða lífi.“ Agnar snerist á hæl og gekk að hestinum og sveifl- aði sér í hnakkinn. Hann reið fast að Jórunni, laut fram og horfði í augu hennar og sagði með klökkvablöndn- um þunga í röddinni: „Vertu sæl, ástin mín! Þú kemur til mín, þegar ég dey!“ Síðan reið hann úr hlaði. V. „EINS OG ÞÉR SÁIÐ ....“ Þegar Agnar reið úr hlaði, stóð Jórunn dálitla stund og horfði á eftir honum; hún stundi þungt. „Guð gefi, að þetta beri tilætlaðan árangur. Ef það tekst, er engin fórn of stór,“ sagði hún við sjálfa sig. Síðan gekk hún inn. Hún fór úr brúðarkjólnum,. braut hann vandlega saman og lagði hann niður í slcúff- una, þar sem hann hafði verið. Hún strauk hendinni eftir honum þarna sem hann lá snyrtilega samanbrotinn og sagði lágt: „Nú hefur þú loldð hlutverki þínu. Ég á ekki eftír að klæðast þér framar.“ En var það nú alveg víst? Agnari Ólafssyni var þungt í skapi, þegar hann fór frá Heiði; hugur hans var í uppnámi. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir glópsku og ræfilshátt. „Mikill óláns-asni hef ég verið! Gull gæfunnar var lagt í hendur mér. Því hef ég glatað, — já, glatað því dýrmætasta sem lífið nokkum tíma mun veita mér. Að mér skyldi geta dottíð í hug, að Jómnn gæti treyst mér Heima er bezt 29H

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.