Heima er bezt - 01.08.1967, Page 11

Heima er bezt - 01.08.1967, Page 11
Möller hélt. Þaðan var haldið að „Graasten“ sem Suður- Jótar gáfu Ingiríði krónprinsessu og voru þau hjón þar stödd um þær mundir. Af þeim ástæðum urðum við að láta okkuru nægja að horfa á höllina að utan og héld- um því næst burt. Löngu seinna fékk ég tækifæri til að skoða þessa fögru höll, en það er önnur saga. — Dybböl er einhver frægasti sögustaður Dana. Þar stóðu síðustu orusturnar 1864, þegar Danir biðu ósigur fyrir Prúss- um og misstu Suður-Jótland. Eru margar og sárar minn- ingar bundnar við þann stað. En þar sést m. a., hvað Danir gera mikið fyrir sögustaði sína. Alls staðar voru minnismerki, þar sem hægt var að lesa, hvar þessi eða hinn hafði fallið. Frá Dybböl var farið yfir til Sönder- borg á Als og er brú yfir sundið, enda er það mjótt. Þar skoðuðum við fyrst og fremst „Sönderborg“ slot og hið fræga safn, sem þar er geymt. Næst heimsóttum við „Askovhus Væverskole“ og var þar margt merkilegt að sjá: Þar voru vefstólar af öllum mögulegum stærð- um. Var einn þeirra 4—5 metrar á breidd og gátu 3—4 stúlkur ofið á hann í einu. Þarna hittum við aftur Margréti Bjarnadóttur, sem var nýfarin frá Askov og ætlaði að vera þarna um tíma. Næsta dag lá leiðin vestur að hafi. Fyrst komum við til „Lögum Kloster" og skoðuðum kirkjuna þar, en síð- an var ekið til „Trojborg“, sem eru rústir af gamalli höll og er stór og þéttur skógur kringum hana. Þá héldum við vestur að hafi og skoðuðum hinn mikla varnargarð, sem Danir hafa gert meðfram ströndinni, og afarmiklu flóðgátt, sem er á garðinum. Þessi garður teygir sig meðfram ströndinni á löngu svæði og er mikil vörn gegn sjávargangi og flóðum. Hafa ræktunarmögu- leikar innan garðsins vaxið afar mikið síðan garðurinn var gerður. Frá flóðgáttinni ókum við til „Rudböl“, sem er landamæraþorp. Nokkur hluti þess er danskur, en nokkur þýzkur, og á dálitlu svæði er landamæralín- an eftir miðri götunni, svo að maður getur staðið með sinn fótinn í hvoru landi. Eftir þetta voru tveir bæir skoðaðir, Mögel-Tönder og Tönder, og síðan haldið heim. Næsta dag var þessi ágæti gististaður okkar kvaddur og skyldi nú leiðin liggja til Hamborgar. Lítilsháttar töf varð á tollstöðinni og hafa aðrir sennilega verið á vakt en áður, er við fórum þar um, því að nú ráku þeir augun í vegabréf Önnu Snorradóttur. Hafa þeir séð, að vegabréfið leit öðruvísi út en hin bréfin og undirskrift- in líka önnur, enda var vegabréfið gefið út á Akureyri. En það hafa þeir vísu menn ekki getað skilið og héldu því að hin glaða og góða Anna væri með falsað vega- bréf. Með hjálp góðra manna rættist þó úr þessu á endanum. Til Hamborgar komum við klukkan 1 og var okkar fyrsta verk að leigja vélbát til að fara með okkur um höfnina. Vorum við um tvo tíma á því ferðalagi og sá- um nokkuð af þeirri risahöfn, sem mun vera sú stærsta í heimi. Við enduðum þetta ferðalag á því, að ganga til baka eftir jarðgöngum, sem grafin hafa verið undir Rikisarfinn fesiir hvitagulls kross á barm krónprinsessunnar. ána. Fannst okkur það stórmerkilegt ferðalag. Eftir að hafa snætt miðdegisverð í ágætis hóteli, var okkur til- kynnt kvölddagskráin, en hún var fyrst sú, að koma okkur fyrir til næturgistingar á ódýrum hótelum og síðan að fara á frægasta skemmtistað borgarinnar, St. Pauli. Eyddum við þar kvöldinu í glaum og gleði, unz klukkan var 12. Hótelið, þar sem ég gisti um nóttina, hét hinu flotta nafni New York. Að undanskildu nafninu, var hótelið, vægast sagt mjög lítilfjörlegt, en ódýrt var það, satt var það. Eftir að hafa snætt mjög lélegan morgunverð, var haldið út í stærsta dýragarð heimsins, sem kenndur er við Carl Hagenbeck, stofnanda hans. Mismunur á þess- um garði og garðinum í Kaupmannahöfn er aðallega sá, að mínum dómi: Dýrin í Hagenbecks garðinum eru fleiri og hafa meira pláss. Kl. 12 var snæddur ágætis miðdegisverður í Ham- borg, en að honum loknum var lagt af stað til Lúbeck, en vegurinn þar á milli er mjög góður, steyptur og tvö- faldur alla leiðina og þvervegir ýmist yfir eða undir. — Þegar komið var til Lubeck, var fyrst farið upp í mjög háan turn, til þess að fá yfirsýn yfir borgina, og síðan var skoðuð Alaríukirkjan, sem er mjög fögur og rík af listaverkum. Kvöldinu var eytt á mjög fínu hóteli. Þar kvöddu mig flestir félagar mínir, en sumir fylgdu mér á brautarstöðina, því að nú ætlaði ég með næturhrað- lestinni til Kaupmannahafnar til að ná Lagarfossi, sem ætlaði beint til Austfjarða eftir tæpa tvo daga. Þau, sem fylgdu mér á stöðina voru Guðmundur Ólafsson, Örn Snorrason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Rósa B. Blöndals, Vathum og Skovman kennari, sem reyndist mér prýði- lega með allan undirbúning undir ferðina, svo sem að útvega mér farseðil o. fl. Það síðasta, sem ég sá og heyrði til þessara góðu vina minna, var það, að þau stóðu á stöðinni og sungu íslenzka þjóðsönginn. Framhald á bls. 273. Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.