Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 13
hafi aðallega lagt stund á norræn fræði og bókmenntir, auk lögspeki, en óvíst er, að hann hafi numið latínu til nokkurrar hlítar, og vígslur hans hafa verið á lægri gráðum, hafi þær nokkrar verið. Annars er allt óvíst urn skólahald í Odda á dögum Jóns Loftssonar. Búast rná við, að það hafi verið æði gloppótt, þó sennilegt sé, að hin mörgu börn hans hafi fengið þar einhverja menntun. Kona Jóns Loftssonar var Halldóra Skegg-Brands- dóttir Þormóðarsonar. Vafalaust hefur Halidóra verið af göfugu bergi brotin, þó ekki sé hægt að rekja fram- ætt hennar. Börn Jóns og Halldóru voru Sæmundur í Odda og Solveig, kona Guðmundar gríss á Þingvöllum. Þess er getið hér áður, að Þorlákur Þórhallsson, síðar biskup, var alinn upp í Odda undir handleiðslu Eyjólfs prests föðurbróður Jóns Loftssonar. Svstir Þorláks var Ragnheiður. Þau Jón Loftsson og Ragnheiður felldu snemma hugi saman eins og sjá má af því, er segir í sögu Þorláks: „Höfðu þau Jón elskast frá barnæsku“. Af ein- hverjum ástæðum hafa þau ekki orðið hjón, en Jón hélt hana heima í Odda að konu sinni lifandi, sem Þorláki þótti mikið hneyksli, er hann var orðinn biskup, eins og vænta mátti. „Kom svo um síðir, at byskup forboðaði“, segir í sögu biskups og lauk því þvargi með því, að Jón lét Ragnheiði fara. Synir þeirra voru þeir Páll, er biskup varð eftir Þorlák og Ormur Breiðbælingur, sem Norð- menn drápu í Vestmannaeyjum. Páll gekk í skóla í Englandi og var talinn hámenntaður. Hann var kvænt- ur og bjó í Vestra-Skarði, þar til hann varð biskup og var goðorðsmaður. Páll var mikilsvirtur biskup. Kona hans var Herdís Ketilsdóttir. Börn þeirra voru Loftur, bjó í Skarði og fór með goðorð, Ketill, Halla og Þóra. Herdís drukknaði í Þjórsá og með henni Halla ásamt tveim öðrum. Loftur biskupsson var uppivöðslumikill nokkuð og kemur við sögu á Sturlungaöld, en ekki virðist hann hafa verið mikilmenni. Hann hrökklaðist burt frá Skarði og glataði goðorðinu. Með Æsu Þorgeirsdóttur átti Jón Loftsson son, sem Þorsteinn hét; með Helgu Þórisdóttur Einar, og með Valgerði Loftsdóttur Hallbjörn prest og Sigurð. Af- komendur allra þessara óskilgetnu sona Jóns voru all- margir en koma fæstir við sögu. Þó getur Þorsteins nokkuð ög virðist hann hafa verið framsækinn. Eins og kunnugt er, var Jón Loftsson mikill höfðingi síns tíma og mikilsvirtur af sinni samtíð. Kom hann víða við mál manna og setti niður deilur. En hann virðist ekki alltaf hafa farið eftir réttum lögum, og gætir meir persónuleika hans í úrskurðum, og hótaði jafnvel ofbeldi ef menn vildu ekki fallast á sættargerðir hans. Aðferðir Jóns komu að vísu að haldi meðan hans naut við, en for- dæmið, sem hann gaf, hefur ekki verið jafn hollt. Rétt- arfarið í landinu gjörbreyttist þegar síðari tíma menn tóku upp svipaða hætti og Jón beitti. I sínum eigin mál- um beitti Jón fullkomnu ofbeldi, eins og bezt sézt af viðskiptum hans við Þorlák biskup. Um Staðamál gegnir nokkuð öðru máli, en þó koma þar fram sömu veilur á aðferðum Jóns eins og annars staðar, hann fer eftir persónulegum hagsmunum sínum og beitir ofbeldi í stað þess að tryggja sig, og þá um leið aðra, með eðli- legum samningum við kirkjuvaldið. Kvennamál Jóns Loftssonar hafa vafalaust valdið hon- um verulegum erfiðleikum. Skilgetin börn hans, Sæ- mundur og Solveig, áttu ein rétt á arfi og metorðum eftir hann. BÖrn hans og Ragnheiðar Þórhallsdóttur voru alin upp í Odda eins og þau Sæmundur og Solveig. Pál kostaði Jón til náms utanlands og innan, og fékk hon- um bústað á Skarði og mannaforráð. Orrni fékk hann bústað á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Allgott bræðralag virðist hafa verið með þeim Sæmundi og Páli, a. m. k. eftir að Páll var orðinn biskup. Um önnur óskilgetin börn Jóns er minna kunnugt, en vafalaust hefur hann kostað uppeldi þeirra að einhverju leyti. Sæmundur tók við Odda og völdum Jóns að honum látnum. Jón dó 1197. í íslendingasögu Sturlu Þórðar- sonar segir svo: „Sæmundur þótti göfgastur maðr á Is- landi í þenna tírna. Hann hafði í Odda rausnarbú mikit, en átti rnörg bú önnur. Eigi var Sæmundur eiginkvænt- ur, ok fóru orð milli þeirra Haralds jarls Maddaðarsonar, at hann myndi gifta honum Langlíf, dóttur sína. Ok var það milli, at Sæmundur vildi eigi sækja brúðkaup í Orkneyjar, en jarlinn vildi eigi senda hana út hingat.“ Hinsvegar átti Sæmundur fjölda barna með ýmsum konum, elzt þeirra voru Margrét kona Kolbeins kalda- ljóss og Páll, móðir þeirra var systir Þorgríms alikarls Vigfússonar á Möðruvöllum. Með Valgerði Jónsdóttur Loðmundarsonar átti hann Solveigu, konu Sturlu Sig- hvatssonar. Valgerður sá um bú á Keldum. Með Ing- veldi Einarsdóttur átti hann Vilhjálm, Harald, Andréas og Filippus. Með rangæskri konu, sem Þorbjörg hét, átti hann Hálfdán, Björn og Helgu. „Öll voru börn hans fríð og vel mennt“, segir í Islendingasögu. Sæmundur fékk barnsmæðrum sínum bú til varð- veizlu og framfærslu sér og barna þeirra. Það er svo að sjá af heimildum að synir Sæmundar og Yngveldar hafi fengið völd Oddaverja, efir að Sæmundur féll frá. Talið var að flestir hafi viljað, að Hálfdán tæki við Odda og mannaforræði, en hann varð ófáanlegur til þess. Hálfdán bjó á Keldum og var kona hans Steinvör Sighvatsdóttir Sturlusonar. Sæmundur var fæddur 1154 og dó 1222. Sama reisn var yfir Odda á dögum Sæmundar og verið hafði, en óvíst er urn skólahald þar. Svo virðist sem Sæmundur hafi þó ekki verið minni ofsamaður en faðir hans, en varla haft tök á samtíð sinni jafn örugglega og hann. Páll sonur Sæmundar drukknaði í Noregi. Sæmundur kenndi norskum kaupmönnum um, vegna þess, að þeir hefðu gert svo mikið gys að Páli, að honum hafi ekki verið vært í Björgvin, og hann því ráðist í þá ferð, sem varð honum að aldurtila. Sæmundur greip þá til þess óyndisúrræðis að ræna kaupmenn stórfé, en það varð aftur til þess, að kaupmenn drápu Orm hálfbróður Sæ- mundar í Vestmannaeyjum og son Orms, Jón. Hér verða ekki nefnd fleiri dærhi um hvatvísi Sæmundar, en við athugun á frásögnum af þessu tímabili er ljóst, að áhrif og völd Oddaverja eru hnignandi. Þetta sá Sæ- Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.