Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 14
mundur sjálfur eins og sést af eftirfarandi tilvitnun í til- efni af málalokum hans við Sturlusyni, vegna áverka þeirra, sem Magnús systursonur hans fékk: „Þá er Sæmundur kom í búð sína, þá talaði einn hans maður, at enn færi sem oftar, at Sæmundur hefði einn virðing af málum þessum. Sæmundur svaraði: Hvat tjóir slíkt at mæla, því at bræður þessir draga sig svo fram, at nær engir menn halda sik til fulls við þá“. Sæmundur hefur fundið, að hann átti ekki því fylgi að fagna sem faðir hans hafði haft. Hann hefur einnig skilið, að í höndum óskilgetinna margra sona sinna, væri Oddaverjavaldinu hætta búin eins og á daginn kom. Synir Sæmundar, Filippus og Haraldur, fórust með skipi á heimleið úr Noregsför, eftir að hafa afsalað Há- koni gamla Noregskonungi goðorðum sínum. Eftir það virðist Andrés bróðir þeirra hafa tekið undir sig Odda- verja völd og Þórður sonur hans. Eftir fráfall Sæmundar virðist raunar allt á hverfanda hveli um áhrif og völd sona hans. Hinn mikli auður Oddaverja sundrast milli barna hans, og Oddi virðist hafa legið milli hluta, þar til að Steinvör kona (ekkja?) Hálfdáns keypti staðinn handa sonum sínum, en þeir urðu að afhenda hann kirkj- unni og fluttu þá norður í Eyjafjörð að Grund. Solveig, hin skilgetna dóttir Jóns Loftssonar, var kona hins ágæta manns Guðmundar gríss Amundasonar á Þingvöllum, eins og áður segir. — Börn þeirra voru Magnús allsherjargoði og Þórur tvær, auðkenndar eldri og yngri Þóra. Magnús var friðarins maður og gætir ekki mikið í frásögum. Þórurnar tvær urðu frægar af spjalli sínu yfir þvottinum á Þingvöllum um giftingar- mál sín. Eldri Þóra varð kona Jóns Sigmundssonar og um skeið húsfreyja á Valþjófsstað. Sonur þeirra var Ormur Svínfellingur, vinsæll maður, en synir Orms voru Sæmundur, Guðmundur og Ormur ungi. í Sæmundi ólgaði konungsblóðið frá Odda. Ofsi hans varð honum að bana, þar sem hann stofnaði til ófriðar við Ogmund í Kirkjubæ og frændur sína Þórarinssyni frá Valþjófs- stað. Enti sá ófriður með því, að Ögmundur sat fyrir Sæmundi og Guðmundi bræðrum og tók þá afdífi. Yngri Þóra varð seinni kona Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna, og var Gissur jarl sonur þeirra. Líklega hefur enginn af afkomendum Magnúsar konungs berfætts á fslandi verið líkari frændum sínum af konungsættum í Noregi en Gissur jarl, enda viðurkenndi Hákon gamli fúslega frændsemi við hann. Gissur var mikilhæfur höfðingi og góður íslendingur. En ill örlög urðu þess valdandi, að ævi hans varð önnur en efni stóðu til. Eftir handtöku hans á Apavatni, var saga hans blóði drifin og reikul — og var aftaka Þórðar Andréssonar í Þrándarholti 1264 einskonar lokaþáttur í þeim hrikaleik. Hið gagnkvæma hatur, sem var milli frændanna Gissurar og Þórðar virð- ist sprottið af því, að Gissur hefur véfengt rétt afkom- enda Sæmundar Jónssonar til valda, og e. t. v. eigna Oddaverja, þar sem Sæmundur átti engin skilgetin börn. Að vísu verður ekkert fullyrt um þetta, en hinar örvænt- ingarfullu tilraunir Þórðar til að ráða Gissur af dögum, benda ótvírætt til þess, að svo hafi verið. Hér hefur verið stiklað á stóru um Oddaverja. Með Sæmundi fróða og sonum hans nær Oddi hámarki sem friðar- og menningarsetur. Má raunar með nokkrum rétti telja, að svo hafi einnig verið í tíð Jóns Loftssonar, þó meira gæti veraldarvafsturs og deilna við Þorlák biskup en samrýmst geti þeirri stefnu, sem fylgt hafði staðn- um. Með Sæmundi Jónssyni fer svo vegur Oddaverja smáminnkandi, unz hann hverfur í tímans haf eftir af- töku Þórðar Andréssonar. Það leynir sér ekki, að höfðingjar Sturlungaaldarinnar voru mikilhæfir og að flestu vel gerðir. Þeir voru börn sinnar tíðar. Noregsferðir og öll samskipti við Norð- menn opnuðu þeim útsýni yfir hætti höfðingjalífsins í Noregi. Allt frá tímum Haraldar hárfagra til Hákonar gamla, átti sér stað sífelld barátta milli niðja hans um völd þar í landi. Þessi faraldur barst til Islands, og með dvínandi áhrifavalds Alþingis færðist yfirgangur of- beldismannanna í aukana. Hafliði Másson sá það rétt, að ef sekir menn eins og Þorgils Oddason fengju að koma á helgan þingstað með her manns, var öllu skipulagi og réttarfari hætta búin. Við þetta bættist svo sókn hinnar alþjóðlegu stofnunar, Rómversk katólsku kirkjunnar, — Ægivald hennar yfir sálum manna á þeim tímum, bug- aði margan fullhugann. Siðgæðishugsjónir kristindóms- ins lutu þá einnig í lægra haldi fyrir tímans straumi. — Upplausn og vanmáttur sigldu í kjölfarið. Þessar að- stæður ber að hafa í huga, þegar athugað er um afdrif þjóðveldisins á þrettándu öld. A tuttugustu öld sækir alþjóðlegt peningavald mjög fram og á aðra hönd alþjóðlegur kommúnismi. Eru ís- lendingar nútímans færir um að standast þá sókn? Við skulum vona það. BRÉFASKIPTI Jón Grimsson, Engjavegi 30, ísafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Kristin Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Strandasýslu, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 17—19 ára. — Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Finnbogastöðum, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—20 ára. — Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Stefania Rósa Jóhannsdóttir, Ásunnarstöðum, Breiðdal, S.-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Stefanía Ósk Stefánsdóltir, Skriðu, Breiðdal, S.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Kolbrún Ingvarsdóttir, Sunnuhlíð, Eskifirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 19—21 árs. Rannveig Pálsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 19—21 árs. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.