Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 19
Ritgerðasamkeppni „Heima er bezt . 1. verðlaun HINRIK A. ÞÓRÐARSON: FJÖREGGIÐ A rnarfell hið mikla gnæfir hátt upp úr bláhvít- /_\ um jöklinum og klýfur skriðjökulinn, sem / \ gengur fram beggja vegna, og teygir sig nið- ur á sléttlendið, eins og tvö risavaxin skriðdýr, sem brestur og brakar í við hverja hreyfingu. Það er sumar og sól og heitur dagur að baki. Árnar sem koma undan jöklinum, voru í morgun bjartar og hjalandi, eins og litlir bæjarlækir, en velta nú fram myrkar og torfærar, með þungum ólgandi straum. Skuggarnir lengjast af fellinu mikla og falla á tjöld, mörg tjöld ferðamanna, sem leitað hafa náttbóls við blómskrýdda brekku, milli urgandi skriðjökla. Þetta geta raunar varla talizt ferðamenn. Það er fólk að skemmta sér, án áætlunar og erindis, utan þess að sjá landið, eða sjá það ekki. Á grundunum framundan eru hestar í höftum. Marg- ir hestar í mörgum litum. Ólíkir að kostum og skap- gerð. Gamlir hestar og þreytulegir, sem hengja höfuð- in og sofa standandi. Ungir hestar með æskufjör í æð- um, geta ekki kyrrir verið. Ýta við þeim næsta, til að koma hreyfingu á stað. Sumir kljást eða vingsa tagl- inu til að berja frá sér ósýnilega óvini. Fólkið er sofnað í tjöldunum. Hér líður öllum vel. Nóttin er hlý og björt. Ekkert hljóð heyrist, nema ein- staka marr frá hrynjandi ísborgum. Hollvættir öræfanna sofa ekki. Þeir renna gandi um húmaðan næturhimininn, verndandi þá sem hvíl- ast. Hver ert þú, sem svífur á hvítum hesti um bláan himingeiminn og gerir ónæði þeim sem sofa? — Eg er huldan, verndari hestanna, gæti fjöreggs þíns og allra manna sem þetta land byggja. — Það fjöregg hefur þú illa varðveitt, enda lengst- um óþarft. — Lítið mannsbarn vélaaldar og velgengis. Þú þekkir ekki uppruna þinn. Þekkir ekki sögu þjóðar þinnar. Það er saga manna og hesta. Barátta við eld og ís. Níst- andi snjó og sandbylji, ólgandi jökulelfur, hungur og kulda. Barátta um líf og dauða, með sigrum og ósigr- um. En einnig gleði og hamingju, undir sólroðnum næturhimni með angan úr döggvotri jörð. Viltu setjast á bak, fyrir aftan mig og líta svipmyndir horfinna kynslóða? Nei, þú ert hræddur. Hræddur við loftin blá. Kom þú þá undir hönd mér og vit hvað fyrir ber. Hvað sérðu? — Breitt skarð milli hárra jökla. Sandar og hraun. Reyki af jarðhita ber við loft. Norðan við hraunið er maður með vænan hest gráan og föxóttan. Hann bíður þingreiðarmanna að norðan. Þeir koma margir saman. Einn ber hraðast yfir. Reiðskjóti hans er hryssa, svif- létt í spori eins og dansmær á leiksviði. Haldin fljótust hrossa á íslandi. Biðinni er lokið. Mennirnir hittast og ræðast lengi við. Þeim kemur saman um að ræða skjót- leik hrossanna á sandinum norðan hraunsins og leggja silfur undir. Hrossin standa hlið við hlið og spretturinn hefst. Þau hlaupa samsíða stuttan spöl. Þá hættir hesturinn að hlaupa en hryssan svífur áfram í löngum, mjúkum stökkum, eins og rádýr sem hremmir bráð, og hverfur í rykmökk framundan. Sprettfærið er langt og þau mætast á miðri leið. Fyrstu kappreið á Islandi er lokið með sigri hryssunnar, og skeiðvöllurinn hlýtur nafn eigandans. Veðféð er greitt af hendi. Digur sjóður af silfri. Tuttugu kýrverð. Hryssan er ekki ferðafær, svo mjög hefur sprettur- inn gengið nærri henni. Eigandinn tekur söðulinn af og leggur á annan hest, og mennirnir halda í suðurátt, inn í úfið hraunið. Á skeiðvellinum stendur eftir fluglétt hryssa. Hún hengir niður höfuðið og gengur upp og niður af mæði. Gufu leggur af snögghærðum bolnum og svitinn rennur niður sinabera fæturna, ofan í þurr- an sandinn. Maður á gráum hesti, föxóttum ríður fót fyrir fót, stefnulaust, út í ókynni öræfanna. Blá skikkja bærist fyrir mjúkum blænum. Það er ferð án áætlunar. Hon- um er sama. Fjárlát hans er mikið, en það veldur ekki mestum sárindum, heldur vissan um það að eiga ekki lengur fráastan hest á íslandi, og hafa líklega aldrei átt. Hann hefur glatað trú sinni, trúnni á hestinn sinn, því hann hefur séð annan máttugri. Það er sárt, of sárt að bera. Af hverju vildi Faxi ekki hlaupa? Er það rétt, sem Heima er bezt 275

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.