Heima er bezt - 01.08.1967, Side 33

Heima er bezt - 01.08.1967, Side 33
sem við biðum bátsins var lítil bryggja. Báturinn beið örfá áratog frá landi. Eg kvaddi Stefán hreppstjóra og hraðaði mér út í vélbátinn, sem strax setti á fulla ferð út fjörðinn. Strax og komið var miðja vegu út í fjarð- armynnið hvessti snögglega og dynjandi regnskúr steyptist yfir bátinn og svona var veðrið alla leið til Seyðisfjarðar. Mér varð hugsað til mjallhvítrar fann- breiðunnar í Loðmundarfirði. Hún myndi fljótt láta á sjá í slíku veðri. Síðan þetta gerðist eru liðin 24 ár, og hafa þessi ár verið erfið hjá þessu litla sveitarfélagi. — Ibúum hefur fækkað úr 58 niður í 8 eða 10 manns. — Vafalaust hafa margir, sem burt hafa flutt, saknað seinna æskuheim- kynna sinna — þótt þeir hafi af einhverjum ástæðum orðið að flytja burt. — Enn er ekki kominn bílvegur í Loðmundarfjörð, en þó munu bílar hafa brotist þang- að frá Borgarfirði um Húsavík, en sú leið er ennþá mikið torleiði. En hvernig er hún þessi byggð, sem nú er að mestu yfirgefin? Þar er eins og fyrr segir snjóþungt á vetr- um en sumarfagurt og gróðursælt. En sjósókn hefur aldrei verið frá Loðmundarfirði. — Ef til vill á Loð- mundarfjörður eftir að verða fjölbýl sveit á ný, ef þang- að kemur bílvegur og samgöngur á sjó verða í góðu lagi. í Loðmundarfirði hafa fyrr á öldurn verið eldsum- brot mikil og skriðuföll. Er talið að óvíða á landinu, nema þá helzt í gullfjallinu — Drápuhlíðarfjalli — séu eins merkilegar bergtegundir og í hraunum og skrið- um í Loðmundarfirði. Má þar fyrst og fremst nefna biksteininn, sem er verðmætt efni. Hefur þetta efni ver- ið athugað af efnafræðingum og jarðfræðingum. Ef allt í einu kæmi upp námugröftur í Loðmundar- firði, þá myndi byggðin aukast fljótt á ný. Þegar Loðmundur landnámsmaður hvarf frá land- námi sínu í Loðmundarfirði — þá var hann í ofsalegu heiptarskapi, eftir því sem Landnáma segir frá. Hann er líka talinn rammaukinn og fjölkunnugur, en það merkir að hann hafi verið göldróttur, en það er fágæt lýsing á iandnámsmanni. Með fjölkvnngi sinni fram- kallar hann skriðufall, sem fellur á bæ hans, sem hann var að yfirgefa og jafnframt bað hann firðinum óbæna. En þótt Loðmundur væri svona illa gerður, þá kunni hann vel að velja bæ sínum nafn í sínu nýja landnámi upp af Sólheimasandi. Hann nefndi bæ sinn Sólheima í Loðmundarhvammi. — Eru Sólheimar eitt fegursta ís- lenzkt bæjarnafn — enda liggur staðurinn vel við sól. Nágranni Loðmundar, er hann reisti bæ að Sóiheim- um, niilli Hafursár og Fúlalækjar, hét Þrasi og bjó að Skógum, þar sem nú er Skógaskóli. — Þrasi var líka göldróttur. Það var einn morgun snemma, segir í Landnámu, að Þrasi sá vatnhlaup mikið. Hann veitti vatninu með fjöl- kynngi sinni austur fyrir Sólheima. Þræll Loðmundar sá hlaupið og kvað sjó falla að þeim norðan um landið. Loðmundur var þá blindur orðinn. Hann bað þrælinn að færa sér í dælikeri (eins konar ílát), það er hann kallaði sjó. — Er þrællinn kom aftur með sýnishornið, sagði Loðmundur: „Ekki þykir mér þetta sjór.“ Síðan bað hann þrælinn fylgja sér til vatnsins, „og stikk stafsbroddi mínum í vatnið“, sagði hann. Hringur var í stafnum og hélt Loðmundur tveim höndum um stafinn, en beit í hring- inn. Þá tóku vötnin að falla aftur vestur fyrir Skóga. Síðan veittu þeir hvorr vötnum frá sér á víxl, þar til þeir fundust við gljúfur nokkur. Þá sættust þeir á það, að ein áin skyldi falla þar sem skemmst væri til sjávar. „Sú á er nú kölluð Jökulsá á Sólheimasandi“, segir í Landnámu , „og skilur á milli fjórðunga.“ í þeim vatnagangi varð til Sólheimasandur, og fellur Jökulsá sem næst miðjum sandi. Síðar eru raktar ættir frá Loðmundi í Landnámu, og er Skafti lögsögumaður talinn meðal afkomenda hans. Ég vík þá aftur sögunni að Loðmundarfirði og byggðinni þar. Svo er að sjá sem Loðmundur hafi komið þar að ónumdu landi, en þar undi hann sér ekki nema rúmlega hálft árið, en hvarf þá þaðan burt, cins og fyrr segir. í Landnámu er síðan aldrei vikið að öðru landnámi þar, og í Islendingasögum og Sturlungu er Loðmundarfjarð- ar að engu getið. Ekki er mér heldur kunnugt um þjóðsögur, er þar hafa gerzt, en í íslandslýsingu Þorvaldar Thoroddsen er nokkrum sinnum minnzt á Loðmundarfjörð, en að- allega í sambandi við sérkennileg hraungos, skriðuföll, selavöður og bjarndýradráp, en ekkert rætt um byggð- ina sjálfa eða fólkið, sem bjó þar. Fleira segir ekki af Loðmundarfirði í þessum þætti, en hver verður framtíð þessa fámenna, fagra byggðar- lags? Stefán Jónsson. í maíblaði Heima er bezt bað Halldór á Steini, Skaga- firði, um ljóð, sem hann sagði að byrjaði þannig: „Minn eldur er falinn á Oræfaslóð þar á ég minn svalandi frið“ Nú hefur einn ágætur velunnari þáttarins, norðlenzk kona, sent mér afrit af þessu ljóði. Höfundur ljóðsins segir bréfritari að sé Stefán Sverrisson, þekktur hag- vrðingur í Austur-Húnavatnssýslu. Þetta ljóð mun hafa verið mikið sungið fyrir 20—30 árum. Heirna er bezt 289

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.