Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 36

Heima er bezt - 01.08.1967, Qupperneq 36
JON A BERGI: vorinu C^j amli maðurinn 1 á í rúminu, sem stóð undir súðinni frammi við dyrnar, og beið eftir vor- Jf inu. Upphaflega hafði rúmið staðið undir stafn- glugganum, en þegar fór að kólna, hafði það verið flutt fram að dyrunum. Vatn vildi píska svo inn um gluggann í austanhretum, og það var líka alltaf einhver trekkur um hann, sem ekki var hollur fyrir gamla manninn. Að vísu var köflótt teppi hengt fyrir gluggann, og það bætti eitthvað úr skák. Tengdasonur- inn hafði líka eitthvað verið að tala um að setja tvöfalt gler í gluggann, en það var víst ekki komið og myndi sennilega dragast eitthvað. Kannske fékkst heldur ekki gler í kaupfélaginu. Það var svo margt, sem ekki fékkst þar tíma og tíma. Það var enginn miðstöðvarofn í herberginu. Þetta hafði verið smíðaherbergi. Svo var það lagt niður og þá notað sem geymsla eða réttara sagt ruslakompa, og eng- um dottið í hug, að það yrði nokkurntíma notað sem íverustaður. (Þá hafði gamli maðurinn verið hraustari en nú og búið fyrir norðan). En svo bilaði heilsan, eins og algengt var hjá fólki, sem komið var fast að áttræðu. Einkum var það sjóndepran, sem háði honum. Nú, og þar sem ekki þótti taka því að leggja miðstöðvarofn í kompuna, þá var komið þangað með olíuvél. Hún hit- aði allvel, en hafði bara þann leiða löst, að hún ósaði tals- vert. Kom þá ótætis stybba í kompuna og gamli maður- inn þoldi hana bölvanlega. Brjóstið var slæmt eftir margar og illkynjaðar lungnabólgur. Af þeirri ástæðu, var sjaldnar kveikt á olíuvélinni heldur en þurft hefði. Oft var því andkalt uppi undir risinu í kompu gamla mannsins. En hann kvartaði aldrei. Nei, það tók því ekki. Og nú var vetur og því nokkuð langt til vors. Gamli maðurinn stytti sér því stundir með því að rifja upp angan og hlýju liðins sumars. Hann hafði þá oftast verið á fótum og gengið út. Það var svo gott að láta goluna strjúka vangana og teyga blómailminn úr loft- inu. Svo hafði hann rölt eftir stígnum og niður að hlið- inu. Fyrst í stað hafði hann aldrei farið lengra. Hann kunni heldur varla að opna lásinn. Þetta var einhver nýtízku læsing og hann orðinn sjóndapur. Þess vegna fékkst hann ekkert við hana. Og ekki gat hann verið að tefja tengdason sinn eða aðra við það að kenna hon- um, gamlingjanum einskis nýtum, að opna þennan lás. Hliðgrindin var grænmáluð fannst honum helzt, og það var eitthvað svo viðfelldið að þukla um rimlana. Hann þekkti orðið hvern og einn, og þeir voru orðnir beztu kunningjar hans eftir nokkra daga. Þá kom dreng- urinn til sögunnar. Dag einn, þegar gamli maðurinn stóð við hliðið og var að klappa kunningjum sínum í hliðgrindinni, heyrði hann skæra barnsrödd kalla: Langar þig ekki út um hliðið? Gamli maðurinn leit upp og sá, að drengurinn stóð á götunni utangarðs, og ljóst hár hans glóði í sólinni. — Ég veit ekki, væni minn. Ég er nú orðinn svo gamall, að mér nægir víst að róla þennan spöl ofan frá. Drengurinn stóð gleitt og hallaði undir flatt. Hann var moldugur um hendurnar. Sennilega var hann fjög- urra til fimm ára gamall. — A ég að opna? Drengurinn beið ekki eftir svari, heldur tyllti sér á tá, rjálaði eitthvað við læsinguna og grindin laukst upp. — Sjáðu, nú er opið! Kanntu kannske ekki að opna? Nei, gamli maðurinn kunni ekki að opna. Og nú var það æskan, sem rétti ellinni hönd, því drengurinn kenndi gamlingjanum að opna hliðið. Þannig urðu þeir vinir. Hann var kallaður Dengsi. Þeir hittust nær því allt sumarið, og gamli maðurinn leiddi drenginn við hönd sér eða kannske var það dreng- urinn, sem leiddi hann. Og drengurinn sýndi honum bílana sína og bátana, en gamli maðurinn sagði drengn- urn sögur. Einn dag, þegar gamlinginn kom niður að hliðinu, var Dengsi þar elcki fyrir. Hann var þó vanur að vera kominn á undan honum. Gamli maðurinn settist á barð utan við stíginn og beið. En Dengsi kom ekki. Þá fór gamli maðurinn að ókyrrast. Það skyldi þó ekki eitthvað hafa komið fyrir drenginn, og honum flugu bílarnir í hug. Hann staulaðist á fætur og fór að hökta niður að aðalgötunni. Þar nam hann staðar og horfði ráðvilltur á umferðina. En hann gat ekkert vitað um Dengsa, þótt hann stæði þar og glápti. Þá var hann ávarpaður af konurödd: — Ert þú að bíða eftir einhverjum? — Nei, ekki er það nú, en þú hefur víst ekki séð hann Dengsa? 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.