Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.03.1970, Qupperneq 17
HINRIK A. ÞÓRÐARSON: r / PRESTUR I PISLARSTOL II. Nú verða þáttaskil í lífi Brynjólfs. Hann skilur við Pétur, bróður sinn, en þeir höfðu verið mjög samrýnd- ir, og þá vígist hann til Meðallands-þinga, 9. dag maí- mánaðar 1875, 24 ára gamall. En þangað mun hann ekki hafa farið til dvalar, enda brauðið ekki eftirsóknar- vert. Dvaldi hann næsta vetur í Reykjavík, og lagði nokkra stund á sögulestur og tungumál, aðallega þýzku. Var hann talinn málamaður ágætur, en beztu námsgrein- ar hans voru stærðfræði, landafræði og saga. Svo var það 28. marz 1876 að séra Brynjólfur fær Reynisþing í Mýrdal, og fer þangað um vorið. Var hann þá ókvæntur og féll Mýrdælingum flestum vel við hinn unga klerk. Varð hann brátt vinsæll í hinu nýja umhverfi, og kirkjusókn ágæt. Þó bar þar nokkurn skugga á. Hjalti hét maður og var Einarsson, Jóhannssonar bónda í Þórisholti, gáfu- og fræðimanns. Hjalti bjó á Götum og var meðhjálpari við Reyniskirkju, en þó enginn vinur Brynjólfs. Fór hann aldrei til altaris hjá honum, en í þann tíma ríkti sá siður, að menn fóru að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að meðtaka hið heilaga sakramenti, sér til sálubóta, og þótti sýna illt innræti að vanrækja það. Líkaði presti þetta illa, og magnaðist þar af óvild milli hans og Hjalta. Kom svo að lokum að prestur vildi ekki hafa hann lengur með- hjálpara sinn, og tilkynnti það sóknarnefnd og Hjalta, að framvegis mundi hann ekki þiggja aðstoð hans við messugjörðir, enda gæti hann ekkert af sér þegið og sízt það sem hann þarfnaðist mest. Jafnframt þessu skrifaði prestur Klémens bónda í Presthúsum og bað hann að gerast meðhjálpari sinn. Næsta sunnudag er messa skyldi í Reyniskirkju, kom Hjalti eins og ekkert hefði í skorizt. Breiddi af mikilli vandvirkni klæði á altarið og hringdi klukkum. Þegar prestur kom til kirkju, spurði hann Hjalta hvort hann hefði ekki fengið bréf frá sér, og játaði Hjalti því. Prest- ur kvað þá upp úr með það, að ekkert yrði af messu, ef Hjalti ætti að skrýða sig. Klémens í Presthúsum var við kirkju, en gaf sig ekki fram til starfans. Var ætlan manna að hann hafi óttazt ofríki Hjalta og frænda hans, eða ekki viljað gera þeim á móti skapi. Þegar prestur sá að Hjalti ætlaði ekki að láta af starfi sínu með góðu, gekk hann út úr kirkjunni og hélt heim til bæjar. Þennan dag var margt fólk við kirkju. Voru taldir 44 karlmenn, auk fjölda kvenna og unglinga. En til þess að fólkið færi ekki erindisleysu með öllu, las Guðni, bóndi á Reyni, úr postillu meistara Jóns Vídalíns, en hvort að nokkur fylgdi sálmasöngur fara engar sögur af. Enn um hríð gekk í allmiklu þófi milli Hjalta og prests, unz biskup skarst í málið og losaði séra Brynjólf við meðhjálparann. Þegar séra Brynjólfur kvaddi söfnuðinn í Reynisþing- um, hélt hann þrumandi ræðu, sem lengi var í minnum höfð. Blessaði hann söfnuðinn og bað fyrir honum alla vega. Þakkaði innilega, með mörgum fögrum orðum, fyrir þýðleik allan og góðvilja við sig, og rómaði mjög ágæti safnaðarins. í ræðulokin lýsti hann því yfir, að orð sín næðu ekki til Skagnes- og Þórisholtsættanna, því þær væru komnar af djöflinum. Erfitt mun nú, eftir 90 ár, að fá sönnun fyrir því, hvort frásögnin af þessu meðhjálparastríði er að öllu leyti sannleikanum samkvæm. En hún er ein af örfáum prentuðum heimildum sem til eru um séra Brynjólf, og þótti því ekki rétt að geta hennar að engu. Þetta eru fyrstu gletturnar sem samferðamennirnir gerðu Brynjólfi, og áttu margar eftir að koma. Mun þeirra nokkuð getið síðar. Svo fór þó jafnan sem í fyrstu, að prestur hafði hinn meiri hlut í þeim við- skiptum, enda átti hann oftast við að eiga sér ógreind- ari menn. Ekki er að efa að mikil hafa viðbrigðin orðið hjá hin- um unga klerki, að flytjast úr margmenni og gerast sálnahirðir úti á landi, þar sem honum var allt fólk og starfshættir þess ókunnir. Hann var uppalinn í Reykja- vík, á fágætu menntaheimili við allsnægtir og hafði ekk- ert gert annað um æfina en stunda skólanám hér og er- lendis, og þekkti því lítið til þeirrar lífsbaráttu, sem háð var í hinum dreifðu byggðum landsins. Það þarf því engan að undra, þó hugurinn hafi stundum reikað á löngum vetrarkvöldum úr fásinninu til æskustöðvanna, í glaðværan hóp skólafélaga og annarra kunningja. Svo virðist þó sem Brynjólfur hafi furðufljótt aðlag- azt kringumstæðunum, að sumu leyti, og alla æfi lá honum gott orð til sóknarbarna sinna í Reynisþingum, Heima er bezt 93

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.