Heima er bezt - 01.03.1970, Síða 19
SNÆBJÖRN JÓNSSON:
Rit, sem
i mun
eymast
„Mér finnst ég alltaf fá óbragð í munninn þegar ég
les eitthvað eftir hann,“ sagði menntamaður einn ágætur
við mig, er talið barst að tilteknum „fræðimanni", sem
um langt skeið hefir látið talsvert til sín taka, einkum
við að grafa upp sögur ólánsmanna, sem hinum þótti
betur fara að látnir væru hvíla í friði í gleymdum gröf-
um sínum og dysjum. Þessu var satt að segja viðlíka
háttað um mig. En svo eru það aftur aðrir að mér finnst
ég vera í góðum félagsskap er ég les frásagnir þeirra og
hugur minn hlýnar til þeirra sjálfra. í þeim hópnum er
Þormóður Sveinsson. Mér líður vel þegar ég les það
sem hann hefir skrifað.
Nú sé ég sjaldan íslenzk blöð. En einhverntíma löngu
fyrir jól í vetur fékk dóttir mín hangiketsendingu frá
kunningjakonu sinni í Reykjavík. Var búið um ketið
í pappakassa og troðið utan með því dagblöðum. Þar
fann ég í Mbl. umsögn ritdómara blaðsins, þess er það
hefir löggilt til starfans, um síðara bindið af Minningum
Þorm. Sv., eða þó öllu heldur um þær í heild. Var hann
átalinn fyrir óskipulega meðferð efnisins, og yfir höfuð
þótti mér sem hinn lærði „bókmenntafræðingur“ liti
heldur smáum augum á ritið. Með engu móti get ég
orðið honum sammála, þykir sem efninu sé vel fyrir
komið og það allt vera harla merkilegt. Ég hygg að
þarna sé rit sem ekki muni auðveldlega gleymast eða
fyrnast. En um hinn lærða mann, er um það skrifaði,
hefir mér alla tíð fundizt sem skaparinn hefði gert hann
illa afskiptan, numið mjög við nögl skammt þann, er
hann gaf honum af skilningi. Maðurinn virðist helzt
ekkert skilja, eða þá skilja hlutina öðruvísi en aðrir
menn.
A einu furðaði mig hjá Þormóði, slíkur greindar- og
fróðleiksmaður sem hann er. Hann ætlar að skrifa um
„skriðuföllin 1954,“ en þegar hann hefir skrifað fyrir-
sögnina, áttar hann sig á því, að blöðin höfðu á sínum
tíma getið þeirra, og þar með tekið af honum ómakið.
Þvílík firra. Blöðin eru ekki fyrir almenning nema vik-
una sem þau koma út. Það var tjón að hann fékk þessa
meinloku í höfuðið. Skýzt þótt skýrir séu.
Það ætla ég að Þormóður hafi sannað til hlítar hvar
Hvinverjadalur sé. En þegar hann fór að athuga hvernig
víkja þurfti við orðum Landnámu, hugkvæmdist hon-
um þá ekki, að mjög sennilega hafi orðaröðin uppruna-
lega verið sú, er hann vill hafa? Þetta er þó sennilegast,
og að þau hafi vikizt við annaðhvort hjá þeim er fyrst
ritaði, eftir munnlegri frásögn, sökum þess að hann var
sjálfur ekki nógu kunnugur staðháttum til þess að sjá
umhverfið fyrir sér, eða þá hjá afskrifara síðar. Hjá
þeim góðu mönnum hefir margt brenglazt í fornritum
okkar.
Líklega hugsar Þormóður sér, að hérmeð skuli sínum
skrifum lokið. Það er illa farið, því fæddur er hann rit-
höfundur. Ég vildi að hann leitaði í fórum sínum, fór-
um minnisins, og færði enn í letur það er hann kynni
að finna þar frásagnarvert. Alltaf mundi það verða læsi-
legt. En nóg hefur hann þegar skrifað til þess, að lengi
hygg ég að nafnið hans finnist.
BRÉFASKIPTI
Margrét Sigurðardóttir og Olga Jónsdóttir, Héraðsskólanum
Reykholti í Borgarfirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrin-
um 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Helga Sigurðardóttir, Jónína Þorbjörg Hallgrimsdóttir og Stef-
ania Hjartardóttir, allar í Húsmæðraskólanum að Löngumýri,
Skagafirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—21 árs.
Svana Daðadóttir og Ester Adólfsdóttir, Laugateig 40, Reykjavík,
óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Pálina Þorsteinsdóttir, Guðrún Arn-
dis Jónsdóttir, Hanna Kristinsdóttir, Rannveig Einarsdóttir,Hrefna
Magnúsdóttir og Ingibjörg Ingimundardóttir, allar í Nesjaskóla,
Hornafirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin-
um 14—17 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ungur Austur-Þjóðverji hefur hug á að eignast pennavini á ís-
landi. Hann er garðyrkjumaður, en tómstundagaman hans er að
safna frímerkjum og ljósmyndum af kvikmyndaleikurum og söngv-
urum með eiginhandaráritun. Hann hefur líka hug á að kynnast
fólki í öðrum löndum í gegnum bréfaskipti. Hann skrifar bæði
þýzku og ensku. — Nafn og heimilisfang:
CHRISTOPH TITTMANN
DDR - 88 ZITTAU
KULZUFER 1811
DDR
Sunna Þórarinsdóttir, Márseli, Jökulsárhlíð, Norður-Múlasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 23—28 ára.
fíirgitta Guðjónsdóttir, Hafnarbyggð 62, Vopnafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18—21 árs. Æskilegt
að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Heima er bezt 95